Lögreglan og varnarliðsmenn á Nýja Sjálandi vinna dómsmál – skyldubólusetningar „gróft mannréttindabrot“

frettinErlentLeave a Comment

Í febrúar sl. dæmdi hæstiréttur á Nýja-Sjálandi að skyldubólusetningar væru „gróft mannréttindabrot,“ eftir að starfsfólki var neitað um réttinn til að vinna, færi það ekki í bólusetningu. Það voru lögreglu- og varnarliðsmenn sem fóru með málið fyrir dóm.

Í apríl aflétti Nýja Sjáland skyldubólusetningu og hvatti vinnuafl sem ekki hafði farið í bólusetningu „sem hefur þjónað samfélagi sínu í áratugi,“ að snúa aftur til starfa, starfsfólki sem lét ekki neyða sig í bólusetningu og þurfti því að hætta störfum.

Eftir úrskurð hæstaréttar í febrúar, þar sem skyldubólusetningar voru dæmdar ólögmætar hefur forsætisráðherrann landsins, Jacinda Ardern, reynt að breyta sögunni og segist alltaf hafa verið á þeirri skoðun að fella ætti niður skyldubólusetningu.

Andstæðingar Ardern hafa talið fullyrðingu hennar tilhæfulausa og að þar sé hún að reyna endurskrifa söguna, hún hafi alltaf stutt harkalegar reglur og aðgerðir.

Lögreglan og varnarliðið voru meðal þeirra sem misstu starfsfólk vegna bólusetningaskyldu, þar sem margir báru við trúarlegum skoðunum eða voru með undanþágu af persónulegum ástæðum, en þurftu samt að hverfa frá störfum.

„Að þurfa að hætta störfum vegna þrýstings  [til að fara í bólusetningu] felur í sér takmörkun á réttinum til að halda viðkomandi starfi, sem ofangreindar meginreglur gefa til kynna að hægt sé að líta á sem mikilvægan rétt eða hagsmuni sem viðurkenndir eru, ekki aðeins samkvæmt innlendum lögum heldur einnig alþjóðlegum,“ sagði nýsjálenski dómarinn Francis Cooke.

Dómarinn bætti við: „Að skylda einhvern til að taka bóluefni sem hann neitar að taka á þeim forsendum að efnið hafi verið prófað á frumum úr mannfóstri, sem hugsanlega felur í sér fóstureyðingu, er takmörkun á rétti einstaklingsins til trúarlegra skoðanna.



Skildu eftir skilaboð