Það verður kosið í haust og ríkisstjóri Texas, Greg Abbott, vill ekki bíða lengur með að efna kosningaloforð sín frá 2018 um að koma skikk á flæði farandsfólks af ýmsu tagi yfir landamærin frá Mexíkó. Hann fjölgaði landamæravörðum og byggði einhvern veggbút en verkefnið reyndist erfitt og þar sem stjórn Biden ætlar að fella úr gildi í næsta mánuði nær allar reglur er heimila brottvísun farenda þá var kominn tími til að hugsa út fyrir kassann. Þegar hann tilkynnti að hann hygðist senda nýju innflytjendurna með rútum til Washington DC þá héldu sumir að hann væri að blöffa en svo kom fyrsta rútan 13. apríl og önnur sögð á leiðinni. Í Independent mátti lesa að þessi flutningur væri mannrán en enginn mun hafa verið neyddur til ferðarinnar.
Annað sem Abbott tók upp á var að láta fara fram rækilega öryggisskoðun á öllum vöruflutningabílum sem komu yfir landamærin, sem olli margra klukkutíma töfum svo grænmetið frá Mexíkó lá undir skemmdum á meðan væntanlegir kaupendur gerðust óþolinmóðir Bandaríkjamegin. Að kvöldi 13. apríl tilkynnti Abbott að hann hefði náð samningum við ríkisstjóra í Mexíkó, Samuel Sepiveda að nafni, um að hann sæi um landamæragæslu Mexíkómegin en að hinni yfirdrifnu öryggisskoðun á landamærunum milli Texas og Nuevo Len yrði hætt. Kannski má ríkisstjóri Texas ekki gera slíka milliríkjasamninga er hver á að stöðva hann. Ekki er Joe Biden í standi til þess.