Snemma í heimsfaraldrinum lýsti WHO því yfir að SARS-CoV-2 væri ekki loftborin veira. Þessi mistök og langt leiðréttingarferli olli ruglingi og vekur upp spurningar um hvað muni gerast í næsta heimsfaraldri.
Undir lok ársins 2021 var hið bráðsmitandi Ómíkron afbrigði á fleygiferð um allan heim og neyddi stjórnvöld til að grípa til róttækra aðgerða enn og aftur. Holland skipaði flestum fyrirtækjum að loka frá og með 19. desember sl., Írland setti útgöngubann og mörg lönd settu á ferðabann í von um að koma í veg fyrir fjölda sjúkrahúsinnlagna.
Í miðju Ómíkrón fréttafári í kringum áramótin fagnaði einn hópur vísindamanna ákveðinni þróun hvað snerti veiruna, nokkru sem lengi hafði verið beðið eftir. Þann 23. desember kom WHO út úr sér orði sem stofnunin hafði áður ekki tengt við SARS-CoV-2 veiruna: loftborið.
Á vefsíðu WHO þar sem stendur: „Kórónuveiran (COVID-19): Hvernig smitast sjúkdómurinn? hefur nú verið gerð breyting og nú er fullyrt að veiran smitist með loftinu.
„Það var léttir að heyra WHO loksins nota orðið „loftborið“ og segja skýrt að loftborið smit (airborne) og úðasmit (aerosol) séu samheiti,“ segir prófessorinn Jose-Luis Jimenez við háskólann í Boulder Colorado.
Í mars 2020 sagði WHO á Twitter: „STAÐREYND - Coivd-19 er EKKI loftborin. Haldið fjarlægð frá öðrum, sótthreinsið fleti oft og reglulega fleti, þvoið hendur, forðist að snerta andlitið.“
Í byrjun júlí 2020 sendu 230 vísindamenn opið bréf til WHO og sögðu að Covid-19 smit væri loftborið.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir virðist hafa fylgt því sem WHO hélt fram, þ.e.a.s að helstu smitleiðir væru dropasmit og snertismit og að hann vissi ekki til þess að veiran gæti smitast í lofti.
Athygli vekur að í febrúar segir tæknifulltrúi hjá WHO að „ranghugmyndir“ um snertismit hafi leitt til ofnotkunar á plasthönskum og hlífðarbúnaði sem leitt hafi til mörg þúsund tonna af rusli í heiminum.
Ranghugmyndir eða vanþekking eða bara lygi eins og með „bóluefnin“ sem áttu að leiða til hjárðónæmis? Þetta eru vísindin sem fólki var sagt að treysta.
One Comment on “WHO viðurkennir loks að kórónuveiran smitist með lofti – útilokaði það í byrjun”
Spilaborg byggð á lygum, blekkingum og spilltum sérfræðingum blindaðir af græðgi til athygli, valds og peninga.
Því fyrr sem almenningur er tilbúinn að viðurkenna að hafa látið plata sig, því fyrr getum við reynt að tryggja að þetta gerist ekki aftur á meðan núverandi kynslóðir lifa.