Ken Langone, einn af stofnendum bandaríska byggingafyrirtækisins Home Depot, sakar Biden-stjórnina um að hafa mistekist að ná böndum á sögulega hárri verðbólgu og jafnvel gert illt verra með því að hætta við byggingu á olíuleiðslu, sem hefði þjónað hagsmunum þjóðarinnar.
„Við misstum úr heilt árt til að taka á málinu. Aðeins vegna þess að í dag höfum við stjórn í Bandaríkjunum sem er ekki tilbúin að viðurkenna að hún hafi rangt fyrir sér“ sagði milljarðamæringurinn og fjárfestirinn Ken Langone 12. apríl sl. „Þetta er hræðilegt klúður sem almenningur þarf að borga fyrir.“
Verðbólga í Bandaríkjunum hefur verið sú hæsta í fjóra áratugi og náði 8,5 prósent í mars. Allt frá matvöru til orkugjafa, finna Bandaríkjamenn nú fyrir örum hækkunum af völdum aukinnar eftirspurnar og minnkandi framboðs í tengslum við COVID-19 faraldurinn, segja hagfræðingar. Aðrir sérfræðingar hafa einnig rakið hækkandi verð til þenslu í ríkisfjármálum stjórnvalda.
Seðlabanki Bandaríkjanna ætti að hækka vexti vel yfir verðbólgu til að sporna við verðhækkunum, segir Langone í viðtalinu. „Ef þið viljið ná verðbólgunni niður, ef þið viljið viðmið, mun líklega þurfa að hækka vexti í yfir 8,5 prósent.
Hann vísaði til stefnu sem Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóri, setti fram snemma á níunda áratugnum til að ná verðbólgunni hratt niður, sem hafði náð 14 prósentum árið 1980. Það var gert með því að hækka skammtímavexti í u.þ.b. 20 prósent. Verðbólgan hjaðnaði hratt næstu árin og var rétt rúmlega 3 prósent árið 1983, en milljónir starfsmanna misstu þó vinnuna á tímabilinu.
Núverandi stríð í Úkraínu jók einnig á verðbólguþrýstinginn þegar olíuverð hækkaði, en Langone sakar Joe Biden forseta um að stofna orkuöryggi landsins í hættu.
Á fyrsta degi í embætti afturkallaði Biden leyfi fyrir byggingu á 1.900 km langri Keystone XL olíuleiðslu, sem átti að flytja olíu frá kanadíska héraðinu Alberta til Nebraska í Bandaríkjunum. Forsetinn sagði að hætt hefði verið við verkið til að rýmka fyrir „efnahags- og loftslagsstefnu stjórnarinnar“.
„Nú höfum við aukið á vandann“ segir Langone, því með leiðslunni væri hægt að flytja um 800 þúsund tunnur af olíu til Nebraska. Leiðslan væri nú fullgerð ef ekki hefði verið hætt við hana og hún hefði leyst risavaxið vandamál, en nú þurfum við að búa við orkuskort. Biden reynir nú að kenna olíufélögunum um, hann er til skammar.“ segir Langore.
Langone er þess fullviss á að Bandaríkjamenn munu finna fyrir hörðum samdrætti á næstu átta mánuðum, þrátt fyrir að Seðlabankinn og Biden-stjórnin spái því að verðhækkanir verði í meðallagi til loka árs 2022.