Stjórnendur og gestir „Sunday Footy Show“ ollu usla – fullyrtu að bóluefnin valdi hjartaskaða

frettinErlentLeave a Comment

Hinn vinsæli ástralski fótboltaþáttur, Sunday Footy Show, olli nokkrum usla í vikunni. Þáttastjórnendur og gestir fullyrtu að Covid bóluefnin væru orsökin fyrir mörgum hjartavandamálum og andlitslömunum, Bell´s Palsy, meðal íþróttamanna.

Ástæðan fyrir umræðunni var sú að leikmaðurinn Ollie Wines þurfta að draga sig í hlé í ástralska fótboltaleiknum milli Port Adelaide og Melbourne á fimmtudagskvöldið. Þegar leiktíminn var hálfnaður varð Wines óglatt og fékk verk fyrir hjartað og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús. Blaðamaðurinn Damian Barrett gaf til kynna að ekki væri enn vitað hvenær Wines gæti spilað aftur.

Kynnirinn Nathan Brown spurði síðan Barrett: „Eru mörg dæmi um þetta í íþróttaheiminum núna, Damo? Eru margir íþróttamenn að glíma við þessi vandamál?“

„Ertu að tala um örvunarbólusetningar og Covid? spurði Barrett þá. „Ég er að tala um örvunarsprauturnar,“ svaraði Brown. „Það er talað um það,“ svaraði Barrett. „Ég hef ekki getað fengið opinbera staðfestingu á því frá neinum á þessu stigi hvað varðar leikmanninn Ollie Wines.“ Barrett bætti við að það væru margir sem héldu því fram að sprauturnar væru orsök vandans.

Kynnirinn Tony Jones spurði síðan gestinn og fyrrum fótboltamanninn, Matthew Lloyd, sem glímir nú við andlitslömun, og er þekkt aukaverkun af Covid bóluefnum.

„Það eru ekki bara hjartavandamálin, þú sjálfur ert núna með Bell´s Palsy, það er líka nokkuð sem er að gerast,“ sagði Jones við Matthew Lloyd. Lloyd svaraði því játandi: „Hjartavandamál og andlitslamanir hafa rokið upp frá því að byrjað var að gefa örvunarskammta,“ sagði Lloyd.

Tony Jones: „Við vorum hér með [íþróttablaðamanninn] Michelangelo Rucci á föstudagskvöldið og hann sagði að það væri deild á spítalanum sem væri full af fólki með svipuð einkenni og Ollie Wines, ógleði og hjartavandamál, þannig að það hlýtur að vera eitthvað mikið í gangi.

Brown sagði að lokum að gestir þáttarins væru ekki sérfræðingar, en hann kallaði eftir frekari rannsóknum á tengslum bóluefnanna og hjartasjúkdóma og andlitslömunar. „Við erum ekki andstæðingar bóluefna, við höfum öll gert okkar besta og farið í örvunarsprautu og fleira, en þetta þarf að rannsaka, ekki bara í íþróttunum, heldur í öllu samfélaginu,“ sagði hann.

Þáttinn má sjá hér:


Skildu eftir skilaboð