Alríkisdómari ógildir reglur um grímuskyldu í almenningssamgöngum í Bandaríkjunum

frettinErlent1 Comment

Alríkisdómari ógilti á mánudag reglur um grímuskyldu Biden-stjórnarinnar í almenningssamgöngum, t.d. lestum og flugvélum.

Grímuskyldan sem Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna (CDC) hafði sett á gilti fyrir alla niður í tveggja ára aldur hefur verið framlengd nokkrum sinnum og nú síðast til 3. maí, áður en dómurinn féll.

Úrskurðurinn var kveðinn upp af Kathryn Kimball Mizelle, héraðsdómara í Bandaríkjunum, í máli sem höfðað var fyrir alríkisdómstóli í Flórída af samtökunum Health Freedom Defense Fund, Inc. og tveimur einstaklingum, Ana Daza og Sarah Pope, gegn ríkisstjórn Joe Biden.

Dómarinn Mizelle úrskurðaði að reglur um grímuskyldu brytu í bága við stjórnsýslulögin þar sem setning reglnanna væri utan valdsviðs CDC; reglurnar væru „handahófskenndar“ og „óútreiknanlegar“ og þær hefðu ekki farið í gegnum hefðbundið reglugerðarferli.

Dóminn má lesa hér og meira um málið hér.

One Comment on “Alríkisdómari ógildir reglur um grímuskyldu í almenningssamgöngum í Bandaríkjunum”

Skildu eftir skilaboð