Orð á móti orði – úrelt blaðamennska?

frettinPistlar2 Comments

Geir Ágústsson skrifar:

Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, hafnar því að úkraínska hafnarborgin Maríupol sé nánast öll undir yfirráðum rússneskra hersveita. Hann andmælir hér Pútín sem sagði eitthvað annað. Og blaðamenn skrifa gagnrýnislaust um orð á móti orði.

Er svona blaðamennska ekki úrelt? Erum við ekki með gervihnetti og dróna sem geta fylgst með mannaferðum og talið hausa? Eða er það bara hægt á sumum svæðum?

Ég treysti ekki orðum Pútíns. Hann er kaldrifjaður einræðisherra sem getur sagt hvað sem er við eigin landsmenn og sér til þess að það sé kynnt sem sannleikurinn.

Ég treysti heldur ekki Selenskí sem þrátt fyrir að standa beinn í baki sem forseti ríkis sem er verið að ráðast á er að fórna eigin fólki til að verja, já verja hvað? Stálver! Pínulítið frímerki á stóru rauðu landakorti. Af hverju? Af því að Azov-hersveitin er með bækistöð þar? Kannski að fela NATO-herforingja og efnavopnaverksmiðju á svæðinu? Hver veit. En ástæðan er ekki augljós og hún er ekki sú að passa einhverja verksmiðju og tryggja yfirráð yfir húsarústum.

Annars vona ég að Rússar sitji nú sveittir að skrifa einhvers konar yfirlýsingu um að öllum markmiðum hafi verið náð, nýnasisminn sigraður og öryggi rússneskumælandi fólks tryggt og gefi út þann 9. maí - dagurinn sem Rússar minnast sem degi sigurs á þýsku nasistunum og er mjög mikilvægur í augum rússnesks almennings.

2 Comments on “Orð á móti orði – úrelt blaðamennska?”

  1. Það er ekkert að blaðamönnunum. Ég segi, þið vinnið fyrir mig.
    Þið takið fréttir frá mínum miðlum, og fylgið minni ritstjórnar stefnu.
    Auðvitað vitið þið öll, að peningur er aðeins bókhald og þá á ég allt.
    Ég á peninga prent vélina.
    Ef hægt er að láta ykkur hlusta stanslaust á sömu ósannindin, þá segið þið, við gengum í gegn um skóginn og laufin eru alltaf græn.
    Auðvitað eru laufin alltaf græn á sumrin, það er almennt satt.
    En fjölmiðlarnir mínir skrifa það sem ég vil að þeir skrifi.
    Það þarf ekki endilega að vera satt.
    Við þurfum að tryggja blaðamönnunum tekjur, húsnæði og allt sem fjölskyldan þarfnast.
    Við þurfum að tryggja öllum tekjur, þó að þeir segi satt.
    Auðvitað mýkjum við málefnin, skeinum krakkann, og oft má satt kyrrt liggja.
    Við hjálpum öllum, til að fara réttu leiðina.

    slóð
    Það er ekkert að blaðamönnunum. Ég segi, þið vinnið fyrir mig.
    Þið takið fréttir frá mínum miðlum, og fylgið minni ritstjórnar stefnu.
    Auðvitað vitið þið öll, að peningur er aðeins bókhald og þá á ég allt.
    Ég á peninga prent vélina.
    Ef hægt er að láta ykkur hlusta stanslaust á sömu ósannindin, þá segið þið, við gengum í gegn um skóginn og laufin eru alltaf græn.
    Auðvitað eru laufin alltaf græn á sumrin, það er satt.
    En fjölmiðlarnir mínir skrifa það sem ég vil að þeir skrifi.
    Það þarf ekki endilega að vera satt.
    Við þurfum að tryggja blaðamönnunum tekjur, húsnæði og allt sem fjölskyldan þarfnast.
    Við þurfum að tryggja öllum tekjur, þó að þeir segi satt.
    Auðvitað mýkjum við málefnin, skeinum krakkann, og oft má satt kyrrt liggja.
    Við hjálpum öllum, til að fara réttu leiðina.
    slóð
    Ef 90% af íbúum Maríupol tala Rússnesku er þá líklegt að Rússar neituðu þeim að fara úr borginni og nú að skjóta á landa sína og sprengja húsin? Er pestin og stríðið til að eyðileggja. Útlit að Republikanar vinni báðar deildir kosninganna.
    22.3.2022 | 10:32
    https://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/2277056/

    Egilsstaðir, 23.04.2022 Jónas Gunnlaugsson

Skildu eftir skilaboð