Elsta kona heims er látin

frettinErlentLeave a Comment

Kane Tanaka elsta manneskja heims, lést í morgun 119 ára að aldri.

Kane Tanaka fæddist þann 2. janúar 1903 í suðvesturhluta Fukuoka í Japan, sama ár og Wright bræður flugu í fyrsta skipti og einnig sama ár og Marie Curie varð fyrsta konan til að vinna Nóbelsverðlaun.

Tanaka var við tiltölulega góða heilsu þar til nýlega en hún bjó á hjúkrunarheimili þar sem hún hafði einstaklega gaman af borðspilum og stærðfræðileikjum, en gos og súkkulaði fannst henni sérlega gott að gæða sér á.

Á yngri árum rak Tanaka ýmis fyrirtæki, þar á meðal núðlubúð og hrísgrjónakökuverslun. Hún giftist Hideo Tanaka fyrir öld síðan árið 1922, fæddi fjögur börn og ættleiddi það fimmta.

Kane hafði ætlað sér að nota hjólastól til að taka þátt í kyndilboðhlaupinu fyrir Ólympíuleikana í Tókýó árið 2021, en heimsfaraldurinn kom í veg fyrir það.

Þegar Heimsmetabók Guinness útnefndi hana sem elstu manneskjuna á lífi árið 2019 var hún spurð hvaða augnablik væri það hamingjusamasta í lífi hennar, var svar hennar: „núna“ eða að lifa í núinu.

Daglegri rútínu hennar var lýst þannig að hún vaknaði klukkan 6:00 á morgnana og síðdegis lærði hún stærðfræði og æfði skrautskrift.

Eitt af uppáhalds áhugamálum Kane var Othello leikur og var hún orðin sérfræðingur í klassískum borðspilum og sigraði oft starfsfólkið á hjúkrunarheimilinu,“ segir í Guinness.

Skildu eftir skilaboð