Banvænn lifrarbólgufaraldur meðal ungra barna tengist Covid hömlum og lokunum

frettinErlentLeave a Comment

Vísindamenn segja orsakasamband á milli lokunaraðgerða, fjarlægðartakmarkana o.þ.h. í faraldrinum og mikillar aukningar á lifrarbólgu meðal ungra barna.

Embættismenn segja að sökum aðgerða stjórnvalda í Covid faraldrinum hafi útsetning barna á uppvaxtarárum fyrir almennum sýkingum verið takmörkuð. Aðgerðirnar gætu því verið ástæðan fyrir banvænum lifrabólgufaraldri meðal barna sem nú geisar á heimsvísu.

Alls hafa greinst 114 tilfelli af „bráðri lifrarbólgu af óþekktum uppruna“ í Bretlandi frá því fyrsta tilfellið greindist í Skotlandi fyrir tæpum fjórum vikum.

Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi segjast hafa uppgötvað jafn mörg tilfelli á síðustu þremur mánuðum og vanalega mætti reikna með á einu ári. Langflest tilvikin snerta börn fimm ára og yngri.

Sérfræðingar hafa áður látið í ljós áhyggjur af langtímaáhrifum lokunaraðgerða á menntun barna og líkamlega og andlega heilsu. Hins vegar er þetta alvarlegasta heilbrigðisvandamálið sem komið hefur fram til þessa.

Sérfræðingar bættu því við að þrír fjórðu tilfella í Bretlandi hefðu verið tengdir adenóveiru, veirusýkingu sem venjulega veldur kvefi. Ef ónæmiskerfi manneskjunnar getur ekki varist veirunni getur hún þróast út í lifrarbólgu.

Fjöldinn aðeins „toppurinn á ísjakanum“

Dr. Meera Chand, sem stýrir rannsókn heilbrigðiseftirlits Bretlands á aukningu lifrabólgutilfella, sagði að veiran gæti bitnað harðast á ungum börnum vegna þess að lokanir og takmarkanir hafi gert það að verkum að börnin voru ekki útsett fyrir adenóveirunni á sínum fyrstu árum.

Þegar Chand talaði á Evrópuþingi í Lissabon á mánudaginn sagði hún að helsta tilgátan væri sú að í útbreiðslu væri einfaldlega eðlileg adenóveiru.

Hún bætti við: „Við höfum kannski ekki séð eins mikið af því og undanfarin ár. En nú höfum við samverkandi þátt sem hefur áhrif á ákveðinn aldurshóp ungra barna, sem annað hvort gerir sýkinguna alvarlegri eða veldur því að hún kallar fram einhvers konar ónæmissjúkdóma.

Alls hafa 169 börn í 12 löndum greinst með lifrarbólgu síðan í október síðastliðnum, að því er Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur tilkynnt.

En sérfræðingar í lifrarsjúkdómum sögðu að jafnvel þessi tilvik gætu verið „toppurinn á ísjakanum,“ þar sem einhver tilfelli gætu hafa farið fram hjá þeim.

Um allan heim hafa 17 börn, þar af 10 í Bretlandi, þurft á lifraígræðslu að halda og eitt barn hefur látist.

Í Bretlandi er meðalaldur barna sem greinst hefur með lifrarbólgu þriggja ára og tveir þriðju tilvikanna er meðal barna á aldrinum þriggja til fimm ára. Ítarleg gögn fyrir England sýndu að í 53 prósentum tilfella hafa börn náð sér.

Þó að tíðni adenóveira hafi lækkað í nánast ekkert á tímum lokunaraðgerða, er nú tilkynnt um 200 til 300 tilfelli vikulega, samanborið við 50 til 100 á viku á venjulegu ári, sögðu sérfræðingar.

Það eru líka áhyggjuefni að mögulega hafi adenóveira stökkbreyst og orðið skæðari.

Ný þróun „mikið áhyggjuefni“

Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi hafa útilokað Covid bóluefnið sem mögulega orsök. Engin tilfelli hjá börnum 10 ára og yngri í Bretlandi voru meðal bólusettra barna, sögðu embættismenn.

Vísindamenn segja að engin tengsl hafi verið á milli smitanna, t.d. vegna náinna tengsla eða ferðalaga.

Embættismenn eru einnig að skoða hvort núverandi eða fyrri sýkingar af Covid gætu átt þátt í málinu. Eitt af hverjum sex börnum sem voru lögð inn á sjúkrahús með lifrabólgu var með jákvætt Covid próf við innlögn en sérfræðingar segja það ekki óeðlilegt á tímum þegar smittíðni í þessum hópum hafi verið há.

Þeir hafa ekki útilokað aðra umhverfisþætti eins og eitur eða önnur umhverfisáhrif, en töldu það ólíklega ástæðu, miðað við útbreiðslu sjúkdómsins á heimsvísu.

Aikaterini Mougkou, hjá Sóttvarnarstofnun Evrópu sagði að þróunin væri „mikið áhyggjuefni“. Mynstrið virðist endurspegla aukningu á adenóveiru smitum eftir að Covid-takmörkunum var aflétt, sagði hún.

„Sökum fjarlægðatakmarkana á meðan á heimsfaraldrinum stóð voru aðeins nokkur tilfelli á árunum 2020 og 2021,“ bætti hún við. „En það var mikil útbreiðsla í byrjun árs 2022, sérstaklega í aldurshópnum yngri en fimm ára.“

Heimild.

Skildu eftir skilaboð