Sá orðrómur hefur verið á kreiki um að Vigdís Hauksdóttir sé sveitastjóraefni M-listans í Múlaþingi í komandi sveitastjórnarkosningum. En Múlaþing er langstærsta sveitarfélag Íslands, þekur um 10% landsins.
Vigdís er á ferð með M-listafólki í Múlaþingi um helgina sem vekur spurningar um hvort þessi orðrómur sé á rökum reistur.
Fréttin hafði samband við oddvita M-listans í Múlaþingi, Þröst Jónsson til að fá þessari spurningu svarað.
Þröstur vildi ekki svara en sagði að Vigdís væri kröftugur og duglegur foringi sem þyrði að taka ákvarðanir.
Sjá frekari upplýsingar á síðu Miðflokksins á facebook.