Slaufunarmenningin hafði öfug áhrif fyrir Joe Rogan og Spotify – þættirnir aldrei vinsælli

frettinErlent1 Comment

Tilraunir öfgafullra vinstrimanna til að slaufa Joe Rogan og hlaðvarpsþætti hans á Spotify bar engan árangur. Þvert á móti virðast þættirnir hafa slegið í gegn samkvæmt nýrri ársfjórðungsskýrslu fyrirtækisins. Vinsældir þáttanna fóru fram úr væntingum og aldrei hafa fleiri nýir áskrifendur bæst í hópinn.

Spotify lét ekki undan þrýstingi fyrr á þessu ári um að grípa til aðgerða gegn Rogan vegna fullyrðinga um að hann hefði dreift rangfærslum um faraldur kórónuveirunnar með athugasemdum sem hann lét falla. Hann var líka gagnrýndur fyrir að bjóða til sín virtum læknum og sérfræðingum á sviði sóttvarna og veirusjúkdóma sem voru ekki með sömu skoðanir og aðrir læknar og sérfræðingar sem við helst sjáum og heyrum frá í helstu fjölmiðlum.

„Þrátt fyrir ofsafengin viðbrögð pólitísks rétttrúnaðar hefur áskrifendum á Spotify fjölgað úr 180 í 182 milljónir sem er 15% aukning milli ára, og heildartekjur jukust um 24% frá fyrra ári, segir á vef CNN.

Fyrirtækið tekur fram að hefð það ekki dregið sig út úr Rússlandi í kjölfar innrásar Pútíns í Úkraínu, hefði vöxturinn verið enn meiri.

Spotify neitaði nýlega að endurnýja samning sinn við fyrrverandi forsetahjónin, Barack og Michelle Obama, vegna þess að parið naut ekki nógu mikilla vinsælda á streymisveitunni.

Forstjóri Spotify, Daniel Ek, sagði í yfirlýsingu í febrúar að þó að hann væri ósammála einhverjum af fyrri ummælum Rogan þá teldi hann þöggun ekki vera réttu leiðina.

„Ég vil taka eitt atriði mjög skýrt fram, ég trúi því ekki að það sé svarið að þagga niður í Joe, við ættum öllu heldur að hafa skýrari reglur og grípa til aðgerða þegar farið er yfir þau mörk, en að þagga niður raddir er hættuleg leið. Þegar horft er á málið í víðara samhengi, þá er það gagnrýnin hugsun og opinská umræða sem knýr fram lýðræðislegar og nauðsynlegar breytingar.“ segir Daniel.

Rogan sagði nýlega að hann sæi mikla aukningu á áskrifendum í kjölfar tilrauna vinstrimanna til að þagga niður í honum.

„Þetta er áhugavert, en áskrifendum mínum fjölgaði gríðarlega, það er það sem er geggjað,“ sagði Rogan fyrr í þessum mánuði. „Þegar þetta mál stóð sem hæst bættust tvær milljónir áskrifenda við.“

Heimild

One Comment on “Slaufunarmenningin hafði öfug áhrif fyrir Joe Rogan og Spotify – þættirnir aldrei vinsælli”

  1. Gott að heyra, enda gengur þetta þetta öfga vinstra lið ekki heilt til skógar.

Skildu eftir skilaboð