Vill handtökuskipun á hendur Fauci fyrir að halda Ivermectin o.fl. frá Covid sjúklingum

frettinErlent1 Comment

Kari A. Lake, frambjóðandi í ríkisstjórakosningum í Arizona, hvetur hugrakkan sýslumann í ríkinu til að gefa út handtökuskipun á hendur Anthony Fauci, sóttvarnalækni Bandaríkjanna, fyrir að hafa haldið lyfinu Ivermectin og öðrum ódýrum og gagnlegum lyfjum við Covid, frá sjúklingum.

Lake segir að verði hún næsti ríkisstjóri Arizona vilji hún gera Ivermectin, Hydroxychloroquine og önnur ódýr lyf sem virka og mikið er vitað um, aðgengileg í lausasölu við Covid. Okkur á ekki að þurfa að líða eins og eiturlyfjasjúklingum að reyna að finna einhvern til að skrifa upp á Ivermectin fyrir okkur og grátbiðja apótekara um að afgreiða það, sagði hún.

Ivermectin virkar, ég hef tekið það, það er undralyf, sagði Lake og bætti við að það væri svívirðilegt að lyfinu skyldi hafa verið haldið frá okkur. ,,Og það var Anthony Fauci sem gerði það...og ég vil hvetja hugrakka sýslumenn, t.d. Sherrif  Mark Lamb til að gefa út handtökuskipun á hendur Fauci.

Hér má heyra ræðu Kari Lake:


One Comment on “Vill handtökuskipun á hendur Fauci fyrir að halda Ivermectin o.fl. frá Covid sjúklingum”

Skildu eftir skilaboð