Eftir Jón Magnússon:
Sumir Samningamenn Íslands í samningaviðræðum við Dani um þjóðréttarstöðu Íslands fyrir rúmum 100 árum tárfelldu af gleði þegar Danir samþykktu sjálfstæði og fullveldi landsins. Langri sjálfstæðisbaráttu hafði veri stýrt farsællega í höfn.
Krafturinn og hugsjónaeldurinn sem fylgdi sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar lagði grunn að framförum á öllum sviðum þjóðlífsins.
Íslensk þjóð talaði eigið tungumál og byggði á íslenskri menningu og íslenskum viðhorfum á grunni hins ævaforna arfs íslendinga frá landnámsöld, þau viðhorf og manngildishugsjónir, sem norrænt fólk hafði þróað í aldanna rás.
Framan af gekk okkur vel að fara með þann fjársjóð sem fólst í fullveldi þjóðarinnar. Á síðari árum hefur hallað undan fæti. Íslensk tunga á í vök að verjast og á almennum þjónustustöðum er nú almennt töluð enska. Við höfum heimilað óheft innflæði fólks, án þess að eiga þess kost eða sýnt nægjanlega viðleitni til að aðlaga það íslenskri menningu.
Þar við bætist, að við höfum samþykkt ýmsar reglur sérstaklega á vettvangi EES samstarfsins sem eru þess eðlis að spurning er hvort að fullveldi okkar sé óskert eða hvort við höfum afsalað fullveldinu að hluta alla vega tímabundið.
Evrópusambandið (ES) telur nú að lög ES séu æðri þjóðarrétti aðildarþjóða og EES þjóða í þeim atriðum sem EES þjóðir hafa samið svo um, að viðkomandi atriði væru ekki undanskilin. Það er engin millileið. Við þurfum að standa einarðlega gegn þessum sjónarmiðum og halda okkur við það, að fullveldi Íslands er ekki falt fyrir fé eða samninga við ES.
Einmitt á fullveldisdaginn, þegar við þjóðhollir Íslendingar höldum upp á þann mikla sigur sem vannst árið 1918 þegar Ísland varð sjálfstætt og fullvalda ríki finnst leiðarahöfundi Fréttablaðsins, fyrrverandi þingmanni Samfylkingarinnar rétt, að mæla fyrir því að Ísland afsali sér fullveldinu með því að ganga í ES.
Þetta fólk á sér ekkert föðurland þar sem hið nýja "Internationalen" er mikilvægari fyrir það en sjálfstætt fullvalda föðurland.
One Comment on “Frjáls og fullvalda þjóð”
Ísland sem þjóðríki er ekki lengur til, við erum bara samansafn af þjóðum heimsins. Draumur Glóbalista er að rætast á ógnarhraða, ódýrt vinnuafl fyrir ríku elítuna.