Eftir Pál Vilhjálmsson:
Nató-ríkin Pólland, Rúmenía og Ungverjaland hafa augastað á vesturhéruðum Úkraínu. Pólland er lengst komið með sínar áætlanir, segir einyrki sem hlerar slavnesku umræðuna. Héruðin voru fyrrum hluti ríkjanna þriggja.
Þórdís utanríkis segir að „viðnámsþróttur“ ríkja skipti máli. Sá þróttur má sín lítils í raunpólitík. Þar gildir að kjósa sér af kostgæfni óvini ekki síður en vini. Úkraína valdi sér Nató að vini og söðlaði glæp á óhapp; gerði Rússland óvinveitt.
Meint vinaríki Úkraínu leggja á ráðin um að skipta með sér herfanginu sem Rússar sjá um að afla með sigri á austurvígstöðvunum.
Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir í yfirlýsingu, sem síðar var dregin tilbaka, að 100 þúsund úkraínskir hermenn hafi fallið. Efnahagur og innviðir eru í rúst, milljónir eru á flótta frá heimkynnum sínum.
Blóðfórnum Úkraínu til Nató er svarað með áætlunum að lima í sundur Garðaríki er færi gefst. Með slíka vini er tæpast þörf á óvini.
Raunpólitík, Þórdís, ræður för. Viðnámsþróttur ræðst af dómgreind. Þar blífur að eiga föruneyti annars vegar og hins vegar andstæðinga til samræmis við veruleika en ekki óskhyggju.
One Comment on “Þrjú Nató-ríki vilja sneiðar af Úkraínu”
Páll hvað var þetta aftur með Samherja? Ekkert að frétta.