Risagasleiðslan frá Rússlandi til Kína nánast tilbúin

frettinOrkumálLeave a Comment

Á sama tíma og stjórnmála- og embættismenn í Evrópu hafa tekið pólistíska ákvörðun um að hætta gaskaupum frá Rússlandi og þannig valdið gríðarlegum orkuskorti í Evrópu, sem ekki sér fyrir endann á hvort eða hvernig verður leystur, auka Kínverjar gaskaup sín sttórkostlega frá Rússlandi.

Í dag sagði Xinhua fréttastofan frá því að nú hefði verið lokið við mikilvægan hluta gasleiðslunnar sem nefnd er "Austurleiðin" sem liggur frá Rússlandi til Kína.

Það þýðir m.a. að hægt verður að flytja gas frá Rússlandi til Shanghai, sem er mikilvægt efnahagslegt svæði í Kína. Gasleiðslan er 5.111 km lög og fer yfir landamærin við landamæraborgina Heihe í norðausturhluta Heilongjiang héraðs í Kína og liggur í gegnum níu héraðssvæði sem öll fá gas úr leiðslunni, þar á meðal Peking, Shanghai og Tianjin.

Austurleiðinni svonefndu var hleypt af stokkunum í desember 2019 og varð hún fyrsta leiðslan til að veita rússnesku gasi til Kína. Þetta risavaxna verkefni, sem gert er ráð fyrir að verði lokið og komist í fullan gang árið 2025, mun sjá Kína fyrir 38 milljörðum rúmmetra af rússnesku gasi árlega frá og með árinu 2024. Talið er að verkefnið geti hjálpað til við að draga úr losun koltvísýrings um 164 milljónir tonna á ári.

Austurleiðin er hluti af 400 milljarða dollara og 30 ára samningi, milli hins rússneska Gazprom og China National Petroleum Corporation, sem undirritaður var í maí 2014.

Fyrirtækin tvö vinna einnig að vestrænni gasleið sem felur í sér lagningu leiðslu til Kína um yfirráðasvæði Mongólíu. Leiðin mun geta skilað allt að 50 milljörðum rúmmetra af gasi þegar hún er komin í gagnið.

Skildu eftir skilaboð