Ákvarðanir um heilsuvernd barna skulu byggðar á staðreyndum, ekki blekkingum

frettinBólusetningar, Heilbrigðismál1 Comment

Arnar Þór Jónsson lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifar eftirfarandi línur nú í morgun:

Varúð. Eftirfarandi línur eru ekki fyrir þá sem kjósa þægilega blekkingu fremur en óþægilegar staðreyndir.

Fyrir tæplega einu ári ritaði ég sem lögmaður erindi, kærur, kvartanir og opin bréf til að aftra sprautuherferð gegn 5-11 ára börnum hérlendis. Viðbrögðin voru þögn, afneitun og aðgerðaleysi. Fjölmiðlar gerðu grýlu úr umbjóðendum mínum og drógu jafnvel persónu mína inn í málið. Þetta er rifjað upp nú vegna áframhaldandi umræðu erlendis um þessi mál.

1. Breska lyfjaeftirlitið hefur nú sektað forstjóra Pfizer fyrir að hafa í desember 2021 sett fram villandi upplýsingar um gagnsemi sprautulyfja gegn C19 fyrir 5-11 ára börn.

2. Samkvæmt opinberri tölfræði CDC, sem byggð er á öllum C19 smitum og andlátum í Bandaríkjunum frá janúar 2020 til september 2021, var dánartíðni (IFR) 0-17 ára barna 0,01%.

3. Í hringborðsumræðum í Washington í gær kom m.a. fram að í yngstu aldurshópunum væri hættan af bóluefnunum meiri en af veirunni. (Sjá Dr. Harvey Risch, prófessor í faraldursfræði við Yale, hefst á mín. 00:40).

Framganga stofnanveldis hér á landi

Í framangreindu ljósi verður að skoða framgöngu stofnanaveldisins hérlendis, sem hefur það lagalega hlutverk að standa vörð um heilsu og hagsmuni almennings. Hvað gerist nú, þegar staðreyndum (sem bent var á 2021) verður ekki lengur afneitað? Mun það framkalla afsökunarbeiðni / endurskoðun / afsagnir / ábyrgð / skaðabætur? Munu embættismenn komast upp með þögn / afneitun eða villandi staðhæfingar? Gilda aðrir mælikvarðar um embættismenn sem afneita staðreyndum, en t.d. forstjóra lyfjarisa? Til hvers er verið að halda uppi eftirlitsstofnunum hér ef þær sinna ekki brýnasta eftirliti og bregðast þegar mest liggur við?

Ég tek fram að ég spyr þessara spurninga sem lögmaður. Hvernig geta lögmenn skilað sínu hlutverki á grundvelli laga ef stofnanir ríkisins komast upp með að vanvirða lagalegar skyldur sínar?

One Comment on “Ákvarðanir um heilsuvernd barna skulu byggðar á staðreyndum, ekki blekkingum”

  1. Siðferði Íslendinga hrundi 2020 og enginn lækning við sjóndeildarhring. Ef maður reynir að ræða staðreyndir þessa blekkingar og hildarleiks horfir maður upp í strútsrassa þar sem allir hafa stungið höfðinu í sandinn svo þeir þurfi ekki að hofast í augu við eigin heimsku.

Skildu eftir skilaboð