Eftir Jón Magnússon:
Um miðja síðustu öld var byrjað að tala um jólin og jólagjafir í byrjun desember. Nú byrjar jólaumstangið og kauphátíðin í lok október. Umfjöllun um tilefni jólanna dregst að sama skapi saman eins og þegar ungi drengurinn spurði á aðfangadag. "Erum við ekki að gleyma fæðingardegi jólaveinsins?"
Markaðssetning jólanna hefur tekist svo vel, að vítt og breytt um heiminn ekki bara í kristna heiminum er haldið upp á jól með einum eða öðrum hætti.
Helgisagan fagnaðarboðskapur jólanna um frið og styrkleika sem rís upp úr vanmætti er einstakur.
Þrátt fyrir friðar- og kærleiksboðun kristninnar, halda ýmsir fram, að trúarbrögð séu orsakavaldur illsku og haturs. Þetta er rangt. Trúarbrögðin hafa hins vegar oft verið tekin herfangi til að þjóna ákveðnum veraldlegum hagsmunum.
Það er ekki hægt að skilja trúarbrögð nema kynna sér þau og þekkja. Nýja testamenntið segir stórkostlegustu sögu fjölbreytileika og mannúðar. Góð inngangsfræði við að kynna sér trúarbrögð almennt t.d. Gyðingdóm og Íslam.
Aðalvandi við trúarbrögð í nútímanum er vanþekking, sem m.a. birtist svo skrýtið sem það kann að vera í öfgafullum Íslamisma. Vanþekking fóstrar heimsku og hatur.
Vandi trúarbragðafræðslu í dag er að hún er of lítil. Börn verða miklu betri hvort við annað ef þau þekkja meginboðorð kristinnar trúar um náungakærleik og boðorðin 10 og hvað þau þýða. Sú ráðstöfun skólayfirvalda að úthýsa kristinfræðslu í aðdraganda jólanna er því spor í ranga átt í kristnu samfélagi.
One Comment on “Vanþekking fóstrar af sér hatur”
Thank you very much for sharing, I learned a lot from your article. Very cool. Thanks. nimabi