Bjørn Lomborg segir ísbjörnum hafa stórfjölgað en góðu fréttirnar aldrei sagðar

frettinLoftslagsmálLeave a Comment

Það er auðvelt að trúa því að lífið á jörðinni fari sífellt versnandi, segir danski rithöfundurinn Bjørn Lomborg, og með því að bæla niður góðar fréttir sé verið að hræða börnin.

Fjölmiðlar draga stöðugt fram hvert stórslysið á fætur öðru og koma fram með skelfilegar spár. Með endalausum fréttum af dauða og drunga um loftslagsbreytingar og umhverfið er skiljanlegt hvers vegna margir, sérstaklega ungt fólk, trúi því raunverulega að heimurinn sé að farast. En staðreyndin er sú að þó vandamál séu enn til staðar þá fer heimurinn batnandi. Við heyrum bara sjaldan um það.

Okkur er stanslaust sagt frá hamförum, hvort sem það eru nýjasta hitabylgjan, flóð, skógareldur eða stormur. Samt sýna gögnin með yfirgnæfandi hætti að á síðustu öld hefur fólk orðið miklu, miklu öruggara fyrir öllum þessum veðuratburðum.

Á áratugnum 1920-1930 létust um hálf milljón manna af völdum veðurhamfara, en á síðasta áratug var tala látinna að meðaltali um 18.000. Á þessu ári, og líka 2020 og 2021, ter alan lægri. Hvers vegna? Vegna þess að þegar fólk verður ríkara þá verður það seigara.

Hamfarir fara ekki versnandi

Sjónvarpsfréttir af veðurfari fá okkur til að halda að hamfarir fari versnandi en það er ekki raunin. Í kringum 1900 brann um 4,5 prósent af flatarmáli heimsins á hverju ári. Á síðustu öld minnkaði þetta í um 3,2 prósent Á síðustu tveimur áratugum hafa gervitungl sýnt enn frekari minnkun: árið 2021 brann aðeins 2,5 prósent. Þetta hefur aðallega gerst vegna þess að ríkari samfélög koma í veg fyrir eldsvoða. Líkön sýna að í lok aldarinnar, þrátt fyrir loftslagsbreytingar, mun aðlögun mannsins þýða enn minni bruna.

Og þrátt fyrir það sem þið kannski heyrið um metkostnað vegna veðurhamfara, aðallega vegna þess að þeir efnameiri byggja dýrari hús meðfram strandlengjum, þá hefur kostnaður vegna tjóns í raun lækkað sem prósenta af landsframleiðslu.

En það eru ekki aðeins veðurhamfarir sem verða minna skaðlegar þrátt fyrir skelfilegar spár. Fyrir áratug síðan lýstu umhverfisverndarsinnar því yfir að hið stórbrotna Kóralrif Ástralíu væri næstum dautt, væri að upplitast af völdum loftslagsbreytinga. Dagblaðið Guardian birti meira að segja dánartilkynningu. Á þessu ári leiddu vísindamenn í ljós að tveir þriðju hlutar Kórallrifsins mikla sýna hæstu kóralþekju sem sést hefur síðan mælingar hófust árið 1985. Skýrslan um góðar fréttir fékk aðeins brot af þeirri athygli sem slæmu fréttirnar fengu.

Ísbjörnum fer fjölgandi

Ekki er langt síðan umhverfisverndarsinnar notuðu endalausar myndir af ísbjörnum til að draga fram hætturnar af loftslagsbreytingum. Ísbirnir komu jafnvel fram í ógnvekjandi kvikmynd Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, An Inconvenient Truth. En raunveruleikinn er sá að fjöldi ísbjarna hefur verið að aukast, frá því u.þ.b. 5.000 til 10.000 ísbjörnum á sjöunda áratugnum í um 26.000 í dag. Við heyrum þó ekki þessar fréttir. Þess í stað hætti baráttufólk einfaldlega og hljóðlega að nota ísbirni í baráttu sinni.

Það eru svo margar slæmar fréttir að við stöldrum sjaldan við til að íhuga að miðað við mikilvæga mælikvarða er lífið að verða miklu betra. Lífslíkur manna hafa tvöfaldast á síðustu öld, úr 36 árum árið 1920 í meira en 72 ár í dag. Fyrir hundrað árum bjuggu þrír fjórðu jarðarbúa við mikla fátækt. Í dag gerir innan við einn tíundi það. Mannskæðasta umhverfisvandamálið, loftmengun, var fjórum sinnum líklegra til að drepa þig árið 1920 en það er í dag, aðallega vegna þess að fyrir öld síðan eldaði og hitaði fátækt fólk mat með mykju og eldiviði.

Grein Lomborg í Financial Post.

Skildu eftir skilaboð