FDA samþykkir „tvígilt“ Covid sprautuefni fyrir smábörn

frettinCovid bóluefniLeave a Comment

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa samþykkt „tvígilt“ Covid sprautuefni frá Pfizer og Moderna fyrir ung börn.

Matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) gaf í gær grænt ljós á áætlanir um að uppfærða sprautuefnið verði gefið börnum á aldrinum sex mánaða til fjögurra ára í þremur skömmtum.

Embættismenn FDA sögðust jafnframt „hvetja foreldra og umsjáraðila“ til að láta bólusetja börn sín „sérstaklega núna þar sem framundan væru hátíðir og vetrartíð“.

Ákvörðun FDA kemur í kjölfar rannsóknar sem leiddi í ljós að tvígildu bóluefnin væru mun máttlausari gegn þeim Covid afbrigðum sem búist er við að verði ríkjandi í Bandaríkjunum næstu mánuði.

Börn á leikskólaaldri mega nú þegar fá þrjá litla skammta af upprunalega Covid sprautuefninu frá Pfizer, í stað venjulegra tveggja skammta sem fullorðnir fá.

Embættismenn mæla með því að börn fái tvígilda sprautuna frá sama vörumerki og þau fengu fyrstu tvo skammtana.

Lítil eftirspurn meðal fullorðna og fyrir ung börn

Tvígildu sprautuefnin sem fengu samþykki FDA án þess að vera prófuð á mannfólki (aðeins átta músum) hafi reynst mjög óvinsæl meðal fullorðinna Bandaríkjamanna.

Aðeins 40 milljónir Bandaríkjamanna, eða um 13%, hafa fengið skammtinn sem á að vera sérsniðinn að Omicron afbrigðinu.

Skammtarnir hafa verið enn óvinsælli meðal foreldra sem eiga börn undir fimm ára aldri. Aðeins 9,3 prósent bandarískra barna, tveggja til fjögurra ára, hafa fengið að minnsta kosti einn skammt og 4,6 prósent hafa fengið fleiri.

Aðeins 6,4 prósent barna undir tveggja ára hafa fengið eina sprautu og 2,7 prósent allar þrjár.

Skildu eftir skilaboð