Kærir RÚV til Eftirlitsstofnunar EFTA vegna samkeppnisbrota

Erna Ýr ÖldudóttirErna Ýr Öldudóttir, Fjölmiðlar1 Comment

Frjálsi fjölmiðillinn Útvarp Saga hefur kært Ríkisútvarpið (RÚV) til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), vegna mögulegra brota á samkeppnisreglum Samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Frá því greinir Útvarp Saga á vef sínum í kvöld.

Ástæðan ku vera sú að íslensk stjórnvöld heimila RÚV að vera á auglýsingamarkaði, þrátt fyrir að vera á fjárlögum, en það skekki samkeppnisstöðu annarra fjölmiðla gagnvart RÚV. 

Menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, hafi ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum fjölmiðilsins um það hvort lagaheimildir séu fyrir veru RÚV á auglýsingamarkaði. Til viðbótar hvort að undanþága gildi fyrir RÚV varðandi samkeppnisreglur EES.

Að lokum telur Útvarp Saga að brotið sé á tjáningarfrelsi starfsmanna fjölmiðilsins skv. 10. gr. Mannréttindasáttmála ESB sem lögleiddur hafi verið á Íslandi.

Nánar er fjallað um þetta mál á vef Útvarps Sögu.

One Comment on “Kærir RÚV til Eftirlitsstofnunar EFTA vegna samkeppnisbrota”

  1. Vel gert Útvarp Saga.. Það er við hæfi að biðja fólk um að styrkja þessa óháðu miðla þar sem við vitum manna vel hvað ritskoðun er alvarlegt mál.

Skildu eftir skilaboð