Jake Hescock, fyrrum og vel þekktur leikmaður í amerískum fótbolta, lést 25 ára að aldri eftir að hafa fengið hjartastopp, samkvæmt fjölda frétta. Hann spilaði með félögunum UCF Knights og Wisconsin Badgers.
Samkvæmt miðlinum Orlando Sentinel fékk Hescock hjartaáfall þegar hann var að skokka í Boston á sunnudaginn sl. Vegfarandi reyndi að endurlífga hann áður en hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann var settur í öndunarvél.
Samkvæmt tilkynningu frá fjölskyldu hans á samfélagsmiðlum varð Hescock fyrir alvarlegum heilaskaða áður en hann að lokum lést.
„Það er með sorg í hjarta sem ég verð að tilkynna að Jake frændi minn er látinn,“ skrifaði Lisa Walz Mlynarczyk, frænka Hescock, á Facebook. „Megi hann hvíla í friði og ljós hans lifa að eilífu."
Aðalþjálfari UCF var meðal þeirra sem minntist hans á Twitter: