Formaður velferðarráðs leggur til að almennir borgarar finni úrræði á daginn fyrir heimilislausa

frettinHúsnæðismál1 Comment

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem kemur fram að vegna veðurs falli heimsendingar á mat niður víða í Reykjavík í dag. Heimsending hefst á morgun, um leið og færðin býður upp á það.

Þá var ákveðið eftir að Ragnar Erling sem er heimilislaus maður, vakti athygli á því á facebook í morgun og kvartaði yfir að vera sendur út í blindbyl, að leyfa  fólkinu að vera innandyra í dag í neyðarskýlinu, en almennt þarf fólkið að fara út á morgnana og hefur þá í engin hús að venda til kl. 17 á daginn.

Borgari nokkur setti athugasemd undir færsluna þar sem hann segir að það verði að finna úrræði fyrir þetta fólk og bætti við að þetta ástand gangi ekki lengur.

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, svaraði um hæl og segir að borgin hafi heldur betur unnið í þessum málum fyrir heimilislausa og hafi til að mynda opnað neyðarskýlið á Granda, ásamt því að einhverjir tugir hafi komist í búsetuúrræði á undanförnum þremur árum, og einnig hafi áfangaheimili verið opnað.

Heiða leggur svo að lokum til að almennir borgarar finni úrræði fyrir heimilslaust fólk á daginn, og lætur þar með að því liggja að Reykjavíkurborg komi þetta mál ekkert við.

Mikillar óánægju hefur gætt varðandi úrræðaleysi stjórnvalda í þessum málaflokk og borgin gagnrýnd fyrir að hælisleitendur og flóttafólk fái strax í úrræði við komuna til landsins, en á sama tíma er fólk sem er fætt og uppalið hér á landi og á því ríkari réttindi samkvæmt lögum, látið mæta afgangi í kerfinu. Flokkur Heiðu, Samfylkingin, hefur nú í mörg ár talað fyrir fleira flóttafólki, en 3500 manns komu í ár og von er á fleirum og margir í flokki Heiðu hafa viljað opnað landamæri upp á gátt. Þá hefur flokkurinn einnig haldið því fram að nóg sé til af peningum fyrir alla og ekki eigi að blanda þessum hópum saman.

Miðað við yfirlýsingar af þessu tagi þá virðist að um sé að ræða orðin tóm, því verkin tala og sífellt eykst í hópi heimilislausra Íslendinga á Íslandi.

Skjáskot af samtalinu og myndbandið með Ragnari má sjá hér neðar:

ImageImage

One Comment on “Formaður velferðarráðs leggur til að almennir borgarar finni úrræði á daginn fyrir heimilislausa”

  1. Eldur Deville, ber nafn með rentu. Eldur djöfulsins, greinilega frímúrari djöfulsins. Ég mun ekki hætta að uppljóstra um þessa djöfla. Frímúrarar, háttsettir eru í vinnu fyrir kynskipta mafíuna.

Skildu eftir skilaboð