Argentína vinnur heimsmeistaratitilinn

frettinÍþróttirLeave a Comment

Argentínumenn urðu rétt í þessu heimsmeistarar í knattspyrnu á heimsmeistarmótinu í Lusail í Katar. Er þetta í þriðja sinn sem Argentína er heimsmeistari. Argentína sigraði Frakk­land eft­ir fram­leng­ingu og víta­spyrnu­keppni í æsispennandi úr­slita­leik í.

Arg­entína og Frakk­land hafa bæði orðið heims­meist­ar­ar tvisvar, Arg­entína 1978 og 1986 en Frakk­land 1998 og 2018.

Li­o­nel Messi var val­inn besti leikmaður heimsmeistaramótsins í Kat­ar eins og árið 2014. Hann er fyrsti leikmaður­inn í sögu HM til að verða val­inn leikmaður HM tvisvar.

Kyli­an Mbappé fékk gull­skó­inn en hann var markahæstur með átta mörk, einu marki meira en Messi.

Em­iliano Mart­inez var valinn besti markvörður­inn, en hann er markvörður Arg­entínu og besti ungi leikmaður­inn var valinn Enzo Fern­and­ez, leikmaður Arg­entínu.

Eiginkona Messi setti þessar myndir á facebook af fjölskyldunni:

Skildu eftir skilaboð