Opinbera frásögnin af Úkraínu

frettinStjórnmál, Úkraínustríðið1 Comment

Opinbera frásögnin af Úkraínu, sögð af allri vestrænu stjórnmála/fjölmiðla-stéttinni, er sú að Vladimír Pútín hafi ráðist á Úkraínu eingöngu af því hann sé illur og hati frelsi. Hann langi að ráða yfir eins miklu af Evrópu og mögulegt er af því hann þoli ekki frjáls lýðræðisríki, af því hann sé annar Hitler.

Opinbera frásögnin er sú að á meðan Rússland er í Úkraínu eingöngu af því leiðtogi þess er illur þá séu Bandaríkin hins vegar í Úkraínu eingöngu af því leiðtogar þeirra eru réttlátir. Bandaríkin sjá Úkraínu fyrir vopnum, hernaðarnjósnum og aðstoð á vígvellinum með sérsveitum og CIA-liðsforingjum og setja sömuleiðis á fordæmalausan efnahagshernað gegn Rússlandi, eingöngu af þv'i Bandaríkin elska vini sína Úkraínumenn og vilja vernda frelsi þeirra og lýðræði.

Michael McFaul er prófessor og fyrrum sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi

Ef þú efast um einhvern hluta opinberu frásagnarinnar af Úkraínu ertu versta skrímsli og falsfréttaútsendari. Af því Vladimír Pútín er annar Hitler ert þú líka jafngildur Neville Chamberlain og ert sekur um þá höfuðsynd að styðja friðkaupastefnu.

Af því að þú ert illur falsfréttaútsendari og Chamberlain-friðkaupasinni, er lögmætt að ritskoða þig. Það er lögmætt að saka þig um að vera uppkeyptur af Rússlandsstjórn. Það er lögmætt að senda á þig samstilltan hulduher nettröllasem vinnur að því að skjóta þig niður og yfirbuga þig. Það er lögmætt að dreifa áróðri sem atar þig auri. Allar væntingar um opna umræðu hverfa út um gluggann af því þú ert skrímsli, ekki manneskja.

Ef það freistar þín að spyrja spurninga sem sá efasemdum um opinberu frásögnina ættir þú fyrir alla muni að forðast þá freistingu. Ekki spyrja af hverju vestrænir embættismenn, fræðimenn og strategistar hafa árum saman varað við því að aðgerðir vestrænna ríkisstjórna muni leiða til þessa stríðs. Ekki spyrja hvað menn eigi við þegar þeir segja að Bandaríkin hafi egnt til þessa stríðs eða þegar þeir segja að Bandaríkin noti stríðið til að koma fram markmiðum sem þau hafa undirbúið árum saman eða að þetta hafi eitthvað með það að gera að Bandaríkin hafi hindrað diplómatískar lausnir við sérhvert tækifæri. Spyrjir þú slíkra spurninga ertu versti maður í heimi.

Samkvæmt opinberu frásögninni er það svo að ef þú gerir athugasemdir við hina voldugu löggjafa varðandi stuðning þeirra við íhlutunarstefnuna í Úkraínu ertu að “lepja upp pútínískar röksemdir” og dreifa “rússneskum falsfréttum”. Það að spyrja voldugustu ríkisstjórn heims um afdrifaríkustu ákvarðanir sem teknar eru í heiminum er sumsé ofbeldi og ekki leyfilegt.

Ef þú heldur því fram að þú sért á móti staðgengilshernaði Bandaríkjanna í Úkraínu á grundvelli stríðsandstöðu ertu að ljúga, þú ert ekki stríðsandstæðingur. Þú ert því aðeins stríðsandstæðingur að þú styðjir sömu stefnu í Úkraínu eins og þekktir stríðsandstæðingar svo sem John Bolton, Bill Kristol, Tom Cotton og Mike Pompeo. Hver sá sem mælir með samningum, af-stigmögnun og slökun er stríðsæsingamaður ás borð við Hitler. Ef þú vilt fræðast um raunverulega andstríðsafstöðu skaltu leita til ábyggilegra andstríðs-fréttastofa eins og The New York Times og The Washington Post.

Opinbera frásögnin af Úkraínu er sú að bandaríska heimsveldið ljúgi aldrei eða dreifi aldrei áróðri um stríð sem Bandaríkin eru flækt í. Ef þú andmælir því er það þú sem lýgur og dreifir áróðri. Það er þess vegna nauðsynlegt að skipuleggja svona mikla ritskoðun og nettröllaþjónustu ásamt fréttum sem minna þig á hve gott og réttlátt þetta stríð sé: til að vernda þig gegn lygi og áróðri.

Ef eitthvað í opinberu frásögninni af Úkraínu hljómar grunsamlega í eyru þín þýðir það að þú hafir smitast af rússneskum falsfréttum. Ekki anda einu orði þeirra hugsana að nokkrum manni því að annars ertu sekur um að dreifa rússneskum áróðri og ert orðinn óvinur hins frjálsa heims.

Mundu, góður borgari: við verðum að vinna gegn rússneskum áróðri hvað sem það kostar til að vernda vestræn gildi tjáningarfrelsis, frjálsrar hugsunar, frjálsra fjölmiðla og hins frjálsa lýðræðis. Settu þess vegna ekki spurningarmerki við nokkurn hluta opinberu frásagnarinnar af Úkraínu. Að öðrum kosti...

Sjá greinina á heimasíðu höfundar, Caitlin Johnstone. Greinin í íslenskri þýðingu birtist fyrst á Neistar.is 8. nóvember 2022.

One Comment on “Opinbera frásögnin af Úkraínu”

  1. I’ve read some good stuff here. Definitely worth bookmarking for revisiting. I wonder how much attempt you set to create such a fantastic informative web site.

Skildu eftir skilaboð