Jón Magnússon skrifar:
Alþingi afgreiddi í gær dýrustu jólakveðju til komandi kynslóða sem um getur. Jólagjöf Alþingis til barnana okkar og barnabarna, er meiri útgjaldaaukning ríkissjóðs, en nokkru sinni fyrr í sögunni og gríðarlegur ríkissjóðshalli um eða yfir 120 milljarðar.
Ekki er nú Kóvídinu til að dreifa eða illu árferði.
Báknið vex meira en nokkru sinni fyrr.
Þeir sem tala um að nóg sé til og við séum svo rík þjóð, að við getum eytt í hvaða vitleysu sem er, ættu að skoða að það kemur að skuldadögunum og við verðum að horfast í augu við það, að lífskjörum í landinu er haldið uppi með skuldasöfnun ríkis- og sveitarfélaga. En um síðir verður að borga fyrir sukkið.
Fólk getur ekki verið endalaust í partíinu þó stjórnmálamennirnir haldi það og timburmennirnir verða þeim mun verri sem partíið stendur lengur.
Hvernig getur það gerst á vakt Sjálfstæðisflokksins, að báknið vaxi sem aldrei fyrr og útgjöld ríkissjóðs aukist sem aldrei fyrr. Finnst Sjálfstæðisfólki þessi ríkissósíalismi vera í lagi?
One Comment on “Jólakveðja til komandi kynslóða”
Thank you very much for sharing, I learned a lot from your article. Very cool. Thanks. nimabi