Davíð setti 100 tæki í snjómokstur í Reykjavík árið 1984

Erna Ýr ÖldudóttirErna Ýr Öldudóttir, Pistlar, Stjórnmál2 Comments

Sitt sýnist hverjum um þjónustu við borgarbúa, en sumt var þó skjalfest betra í gamla daga. Þar á meðal er vetrarþjónustan.

Í bréfi gatnamálastjóra, Inga Ú. Magnússonar, til borgarstjórans í Reykjavík, Davíðs Oddssonar, þann 24. janúar 1984 gerir hann grein fyrir stöðu hreinsunarmála vegna snjóa og hálku.

#image_title

Samkvæmt bréfinu voru alls 100 vélar og bílar, auk 170 manns að störfum fyrstu þrjár vikurnar í janúar, árið 1984.

Davíð Oddsson var oft nefndur Dabbi kóngur af gárungunum. Hann var farsæll borgarstjóri.

Nú tæpum fjórum áratugum síðar, náðist að hóa saman 22 vélum, að sögn sitjandi borgarstjórans Einars Þorsteinssonar, til að ryðja í margfalt fjölmennari, stærri og þrengdri borg.

Ástandið nú ætti ekki að koma stjórnsýslu borgarinnar á óvart, þar sem að svipuð staða færðar kom upp síðasta vetur. Minna reyndi á hana á þeim tíma vegna víðtækra lokana og vinnu að heiman vegna Covid-19.

Árið sem gafst til undirbúnings fyrir færðina nú hefur sjáanlega ekki dugað stýrihóp um snjómokstur sem Al­ex­andra Briem, borg­ar­full­trúi Pírata og formaður um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs, skipaði „fyrir töluvert löngu síðan“.

Að hluta til er þeim vorkunn, þar sem að vinnudagurinn er stuttur og veikindaleyfin mörg. Erfiðara er að manna vinnufundi og snjómokstursvaktir en árið 1984 þegar landsmenn treystu sér enn til að vinna. Til viðbótar þessu var Vélamiðstöð borgarinnar seld árið 2005 með manni og mús, vafalaust með áætlunum um að kaupa þjónustuna þegar á þyrfti að halda.

Nú virðist sem að gripið sé í tómt á öllum vígstöðvum.

author avatar
Erna Ýr Öldudóttir

2 Comments on “Davíð setti 100 tæki í snjómokstur í Reykjavík árið 1984”

  1. Reykjavíkurborg SELDI Vélamiðstöð borgarinnar (fyrir spottprís) árið 2010 og á nú ekki lengur svo mikið sem eina skóflu til þess að moka göturnar.
    Trúarbrögðin um að fyrirtæki í eigu og þágu almennings megi ekki undir neinum kringumstæðum keppa við hina heilögu einkaaðila á „markaðnum“ réðu ferðinni.

  2. Uppfært:
    Illur grunur læðist að manni: Er kannski búið að fórna Vegagerðinni á altari sömu hugmyndafræði og Véladeildinni? Hefur hún ekki lengur yfir þeim tækjum né mannskap að ráða sem hefðu getað gripið hratt og vel inní gang mál þennan dag?

    Einhver Suðurnesjamaður sem var á ferðinni, sagðist ekki hafa séð nema eitt vesælt snjóruðningstæki að störfum á gjörvallri brautinni þennan dag.

    Þarf Vegagerðin líka að treysta á aðkeypta verktaka til þess að vinna þau lífsnauðsynlegu verkefni sem inna þarf af hendi við aðstæður sem þessar?

Skildu eftir skilaboð