Úkraínuharmleikurinn – lokaatriðið nálgast

frettinArnar Sverrisson, Úkraínustríðið13 Comments

Eftir Arnar Sverrisson:

Bandaríski þáttastjórnandinn Tucker Carlson fór á kostum í vikunni eins og hann gerir stundum.

Hann afhjúpar eitt af lokaatriðunum í harmleiknum um Úkraínu, þar sem karlmönnum er slátrað þúsundum saman og almennum borgurum steypt í hrakningar.

Rúmlega hundrað þúsund úkraínskir hermenn hafa þegar hlotið fjörtjón fyrir heimsku hins hjákátlega leiðtoga síns, sem er „keyptur“ af bandarískum stjórnvöldum og alþjóðaauðvaldi, hampað og hossað af vitstola stjórnmálamönnum Vesturlanda.

Upptroðslur Zelensky á þjóðþingum Vesturlanda og við alþjóðlega atburði hafa verið lyginni líkastar. Meira að segja hið forna Alþingi Íslendinga lagðist svo lágt að bjóða honum „sæti“ í þingsölum. Svei því!

Hámark þessa grátbroslega leikrits átti sér stað í Hvíta húsinu fyrir skemmstu, eftir að Volodymyr hafði verið flogið frá herflugvelli í Póllandi í herflugvél til Bandaríkjanna.

Það fer ónotahrollur um mig að sjá múgsefjunina á þingi hinna frjálsu, hvernig vitringar Bandaríkjamanna beygja sig í duftið og klappa Volodymyr lof í lófa, meðan helgislepjan lekur af þeim.

Knái herfatamaðurinn frá Úkraínu virðist vandræðalegur og eilítið feiminn meira að segja, en náði þó að stynja því upp, að hann þægi ekki ölmusu frá bandarískum skattgreiðendum, heldur fjárfestingar þeirra í lýðræði.  (Ætli það eigi við um aura íslenskra skattgreiðenda einnig, sem Katrín Íslandseinvaldur mikla lætur af hendi rakna og Þórdís Kolbrún lofar og dásamar.)

Vígtólin, sem strengjabrúðan Joseph, hefur nú lofað, kalla á beina og opna þátttöku Bandaríkjamanna í stríði þeirra við Rússa með Úkraínubúa að leiksoppum. Þeir hafa þegar staðsett þúsundir vígamanna í grannríkjunum í viðbót við stríðsmenn þeirra og annarra Vesturlanda innan landamæranna.

Tucker hefur glöggt auga fyrir þessu leikhúsi fáránleikans. Væri ekki ráð að ráða hann til RÚV?

13 Comments on “Úkraínuharmleikurinn – lokaatriðið nálgast”

 1. Þessi ljósmynd hefur verið spegluð:
  Nancy Pelosi á að vera til vinstri en Kamala Harris til hægri.

  Þegar henni hefur verið snúið rétt, þá kemur ljós, rétt undir bláu línunni í fánanum, beint uppaf litla fingri Zelenskýs, alveg dýrlegt merki þýsku SS-sveitanna !

 2. Ráða hann á RUV?
  Það er engin munur á RUV eða hinum 365 skítadreifara miðlunum MBL eða Stundini?
  Mér finnst að það sé komin tími á það að þið myndu skoða hvað blaðramennirnir Kristján (Skítadreifari) Kristjánsson á DV og Samúel (Sauður) á Vísi eru að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni alla daga!

 3. Hvers vegna öll þessi reiði og þetta hatur hvar er Jólaandinn. Já Forseti Úkraínu fór til Washington í miðri stríðsbaráttu sinni, baráttu fyrir sjálfstæði, baráttu við öflugan innrásar her fimmfalt fjölmennari, vonandi vinna þeir þetta stríð en það verður mjög erfitt. Margar þjóðir legðust flatar fyrir Rússum það eru mörg fordæmi fyrir því en Úkraínu menn eru búnir að fá sig full sadda af yfirgangi Rússa. Furðulegt hvað Fréttin tekur afdráttarlausa afstöðu með Rússum í þessari viðbjóðslegu innrás þeirra.

 4. Já, hvar er Jólaandinn?
  Zelensky þessi góði maður, maður friðar og réttlætis sem fór til Washigton til að hitta yfirboðara sinn. Ég er nokkuð viss um að NATO herin og skósveinar þeirra séu mikið fjölmennari enn her Rússlands, því miður eru fáar þjóðir að taka upp málstað Rússa vegna hræðslu við BNA og þeirra fylgjendur. Rússnesku mælandi borgarar í austur hluta Úkraínu fengu sig fullsadda á yfirgangi og þjóernishreinsunum andanfarina ára af hendi þessara Nasista hópa sem stjórna Úkraínu í skjóli NATO og BNA.

  Fréttin er sennilega eini miðilinn á Íslandi sem er að segja sannleikann um það sem er búið að gerast og er að gerast þarna.
  Auðvitað sárnar þessu fólki sem fylgir réttrúnaði BNA í einu og öllu þegar þessi miðill teku upp á því að benda fólki á að heimurinn er ekki bara svartur og hvítur eins og búið er að matreiða ofan í íslenskan almenning.

 5. Hversu veruleikafirrtur og heilaþvegin af áróðri Rússa þarf maður að vera til að kenna Zelenski um mannfall meðal úkraínskra hermanna? Þessir hermenn hafa fallið vegna grimmdar og valdagræðgi Rússa. Það eru Rússar sem eru innrásarliðið í Úkraínu. Það voru Rússar sem réðust inn í Úkraínu án nokkurs tilefnis sem getur á nokkurn hátt réttlætt þá innrás. Það er ekki heldur neitt sem getur réttlætt áframhaldandi veru rússneskra hermanna í Úkraínu.

  Ef Rússar hætta innrásinni og fara í burtu þá hættir stríðið milli þeirra og Úkraínu. Ef Úkraínumenn hætta að berjast gegn Rússum þá hættir Úkraína að vera til sem sjálfstætt og fullvalda ríki og verður í staðinn leppríki Rússa sem þarf að sitja og standa eins og þeir boða eða verður jafnvel gert að hluta Rússlands eða í það minnsta hluti Úkraínu. Úkraínumenn hafa því ekki annan valkost en að verjast áfram. Versta mögulega niðurstaða stríðsins er sú að Rússum takist að hernema Úkraínu. Það mun ekki bara hafa hræðilegar afleiðingar fyrir lýðræði, frelsi og mannréttindi í Úkraínu heldur víða um heim. Það eru engar líkur á því að Rússar hætti að ráðast inn í nágrannalönd sín til að hernena þau að hluta til eða að öllu leyti fái þeir að hermena Úkraínu án mikilla fórna.

 6. Maður þarf ekki að vera veruleikafirrtur til að átta sig á því að Zelenski leppstjóri BNA er að fórna Úkrínsku þjóðinni fyrir hagsmuni BNA og NATO.
  Fólk þarf að lesa það sem gerðist í aðdraganda þessa stríðs, það telst nú glæpur að myrða sína eigin þjóð með skipulögðum þjóðernishreinsunum. Vandamálið er einfalt, það þarf að koma kananum út úr Evrópu til að binda enda á kaldastríðið sem var aldrei gert á sínum tíma BNA sviku allt sem þeir lofuðu þegar múrinn féll í lok nýunda áratugarins. Ékki misskilja mig, ég er á móti öllum stríðum og ef ESB, NATO og BNA hefðu staðið við Minsk samkomulagið þá hefði aldrei komið til þessa stríðs. Ég hef mun minni áhyggjur af Rússlandi enn BNA þegar kemur að stríðsrekstri enda hafa BNA startað nánast öllum stríðum síðan seinni heimstyrjöldinni lauk.

 7. Ef það birtist á youtube, og hefur ekki verið ritskoðað eða fjarlægt, þá er það einskis virði.

 8. Björn, það er nú bara þannig að þessir tveir herramenn vita meira enn flestir um hernað og hvað BNA hafa verið að gera undanfarna áratugi, þeir koma báðir úr innsta hring varnamála í BNA og eru hoknir af reynslu, þeir sem taka ekki mark á þessum mönnum eru að stinga höfðinu í sandinn. Ég tek meira mark á þessum mönnum enn Íslenska háskólatittiinum (man ekki hvað hann heitir í augnablikinu) sem er titlaður sérfræðingur í varnarmálum, ég er nokuð viss um að hann hefur varla haldið á knallettubyssu og er lítið annað enn vel forritaður í háskólanum af BNA NATO áróðri!

 9. Endurtek: Ef það birtist á youtube og tollir þar, þá er EKKERT að marka það, ENGIN undantekning frá þessari reglu, sama hversu sannfærandi sem frásögnin kann að virðast við fyrstu sýn. „Innsta hring varnarmála BNA“, getur það verið nokkuð augljósara?.

  Einu myndveiturnar sem enn er takandi mark á (þó ætíð með fyllstu varúð) eru: Odysee, Rumble og Gab.
  Sú fyrsta virðist þó smám saman vera að fara sömu leið og Bitchute, sem nýlega fylgdi í fótspor Youtube fjandans til.

  Vanda sig Ari, og þá nærðu árangri í upplýsingaöflun þinni.

  Annars sammála þér um „íslenska sérfræðinga í varnarmálum“ Jemundur minn !

 10. Björn, ég er nú ekki samála þér um það sem fær að byrtast á YouTube sé ekki að marka, það er ekkert öðruvísi með YouTube eða aðra miðla þú sérð alla flóruna þar bæði sannleika og lygi.
  Þú þarft að lesa þig til um þessa tvo menn Douglas Macgregor og Scott Ritter ég er nú búinn að vita af þessum mönnum lengi. Scott Ritter var einn af aðalköllunum í samningamálunum þegar Regan og Gorbachev voru að semja um endalok kaldastríðsins. Hann gengdi stóru hlutverki í fyrra Írakstríðinu og seinna sem vopna eftilitsmaður Sameinuðuþjóðana. Ég er ekki að tína fram upplýsingar sem telja mætti sem false áróður, ég hef haft það að leiðarljósi að fylgja sannleikanum og það er langt síðan ég fór að stúdera það sem er að gerast þarna austurfrá.

 11. Hér er gott viðtal við Scott Ritter þar sem hann lýsir hlutunum eins og þeir eru, RUV, Stundin, MBL og 365 miðlarnir myndu ALDREI taka viðtal við hann eða aðra aðila sem eru að segja sannleikann. Scott Ritter er meira enn sannleikurinn hann er hokinn af reynslu og þekkingu af þessum málum.

  https://www.youtube.com/watch?v=7Pxxd5lREiY

Skildu eftir skilaboð