Eftir Guðrúnu Bergmann:
Þessi ráð nýtast auðvitað allt árið, en um jól og áramót er mikið um hátíðamat, sem leggur aukið álag á meltingarkerfið. Því er um að gera að vera undirbúinn undir það álag, svo það taki sem minnstan toll af heilsunni og geri hátíðirnar ánægjulegri.
#1 – GÓÐGERLAR
Takið inn góðgerla, ef þið eru ekki nú þegar að gera það. Góðgerlar (probiotics) eru örverur sem stuðla að betra jafnvægi í örveruflóru þarmanna. Þeir hafa margþætt áhrif meðal annars á niðurbrot fæðunnar og upptöku hennar fyrir líkamann.
Góðgerlarnir frá Dr. Mercola eru hágæða og stuðla að betri meltingu, aukinni upptöku næringarefna, efla ónæmisvarnir líkamans og hafa góð áhrif á frumur hans. Í þeim eru tíu tegundir af vinsamlegum bakteríum fyrir þarmana, þar á meðal L. acidophilus DDS®-1.
Hylkin eru sérstaklega varin fyrir sterkum magasýrum, svo góðgerlarnir leysist ekki upp í maganum heldur nái til smáþarmanna, þar sem þeir skila bestum árangri. Ekki þarf að geyma góðgerlana frá Dr. Mercola í ísskáp svo það er auðvelt að ferðast með þá.
#2 – MELTINGARHVATAR
Eftir fertugt dregur úr framleiðslu á meltingarhvötum í maga okkar flestra. Því er gott að taka meltingarhvata eins Full Spectrum Ensymes frá Dr. Mercola inn fyrir hverja máltíð um jólin. Ég tek þá reyndar inn að staðaldri til að tryggja alltaf sem besta meltingu.
Full Spectrum ensímin eru alhliða, þannig að þau stuðla að niðurbroti á bæði kjötmeti, mjólkurmat, glúteni og öðru sem við neytum. Niðurbrot fæðunnar verður því strax meira í maganum, en niðurbrot þar ræður miklu máli um hversu góð upptakan verður í smáþörmunum á næringu úr fæðunni.
#3 – DAGLEG VATNSDRYKKJA
Vatn er svo ótrúlega mikilvægt fyrir líkamann og fæstir drekka nægilega mikið af því dag hvern. Best er að drekka vatnið ekki alveg ískalt, heldur við stofuhita, því þá þarf líkaminn ekki að hita það upp í 37°C og sparar sér því orku við það.
Gott er að sleppa því að drekka vatn með mat og drekka það frekar aðeins fyrir eða eftir matinn. Vatn hjálpar líkamanum að losa sig við eiturefni. Það er líka orkuaukandi, því það er rafleiðni í líkamanum sem þarf á vatni að halda til að senda orkuboð sín áfram um hann allan.
#4 – REGLULEG HÆGÐALOSUN
Þetta er stóra málið í lífi okkar allra. Þegar við höfum hægðir erum við að losa úrgang úr líkama okkar. Ef við höfum þær ekki reglulega erum við að safna upp „skít“ í meltingarveginum, sem getur leitt til skaða og skemmda á líffærum hans.
Í kínverskri læknisfræði er talað um að við ættum helst að losa líkamann við úrgang eftir hverja máltíð, því þegar eitthvað fer inn í „meltingarörið“, ætti eitthvað að fara út úr því líka. Samkvæmt kínverskri læknisfræði er tími ristilsins frá klukkan 5:00 til 7:00 á morgnana og því er eðlilegt að við tæmum hann með hægðalosun á innan við klukkustund frá því við vöknum – og svo helst minnst einu sinni eftir það yfir daginn.
#5 – ÖRVAÐU LOSUNINA
Ef þú ert með harðlífi eða losar þig ekki daglega við úrgang, prófaðu þá að taka inn 1-2 msk af FLAX Oil á kvöldin – og jafnvel líka á morgnana – eða 1-2 hylki, því FLAX Oil er líka til í hylkjum. Þetta er hörfræsolía sem stuðlar að betri og reglulegri losun auk þess sem olían er afar græðandi og styrkir slímhúð meltingarvegarins.
Ég treysti því að þessi ráð hjálpi þér að eiga ánægjuleg jól og áramót, því það er fátt leiðinlegra en að vera með krampaverki í kviðarholinu eða þjást af harðlífi á dögum sem eiga að vera ánægjulegir dagar með fjölskyldu og vinum.
Neytendaupplýsingar: Þú færð góðgerla og meltingarensím frá Dr. Mercola og Flax Oil hylkin í Mamma Veit Best á horni Dalbrekku og Auðbrekku í Kópavoginum.
——–
EF ÞÚ VILT TRYGGJA LÍKAMANUM ENN BETRI LÍÐAN Á NÝJU ÁRI, ÞÁ ER 20% AFSLÁTTUR AF JANÚAR-HREINT hreinsikúrnum fram á aðfangadag.
Námskeiðið hefst 5. janúar og þú getur SKRÁÐ ÞIG HÉR!