Stephan Bonnar, bardagamaður og meðlimur UFC frægðarhallarinnar, er látinn 45 ára að aldri.
Hann lést sennilega af hjartakvilla þegar hann var í vinnunni,“ sagði UFC í fréttatilkynningu á laugardag en dánarorsök hefur þó ekki verið gefin upp samkvæmt íþróttatamiðlinum TMZ.
„Stephan Bonnar var einn mikilvægasti bardagamaðurinn sem nokkru sinni hefur keppt í Octagon,“ sagði Dana White, forseti UFC, í yfirlýsingu.
„Bardagi hans við Forrest Griffin breytti íþróttinni að eilífu og hann mun aldrei gleymast,“ bætti hann við. "Aðdáendur elskuðu hann, tengdust honum og hann gaf þeim alltaf sitt besta. Hans verður saknað."