Guðmundur Þórðarson og Stefán Sigurðsson ráðnir yfir framkvæmdasvið Landeldis hf.

frettinInnlendarLeave a Comment

Guðmundur og Stefán koma frá Leonhard Nilsen & Sönner í Noregi þar sem þeir hafa stýrt viðamiklum verkefnum á sviði jarðgangnagerðar síðastliðin ár. Þeir hefja báðir störf fyrir Landeldi hf. þann 1. janúar n.k. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í dag.

Guðmundur er húsasmíðameistari og byggingatæknifræðingur frá Horsens Ingeniörhöjskole í Danmörku. Guðmundur hefur stýrt fjölda umfangsmikilla verkefna í gegnum tíðina sem eru mörg hver sérhæfð m.a. stækkun álverksmiðju ÍSAL, byggingu fóðurverksmiðju fyrir lax í Noregi, jarðgangnagerð, virkjanir á Íslandi og Grænlandi ásamt fjölda annara verkefna.

Stefán Sigðursson er Byggingaverkfræðingur frá Danmark Tekniske Universitet ásamt því að vera byggingatæknifræðingur og húsasmiður. Stefán hefur einnig stýrt fjölda verkefna m.a. jarðgangagerð í Noregi, fiskvinnsluhús á Dalvík, útlögn á fráveitulögn frá landi og út í sjó við Grindavík og fjöldi annara verkefna.

„Við Stefán Sigurðsson höfum fylgst með utanfrá hvernig Landeldi í Þorlákshöfn hefur þróast. Við höfum heillast af verkefninu, bæði stærð verkefnisins og jákvæðu þýðingu þess. Verkefnið er umfangsmikið og telur uppbyggingarsvæðið um 33 ha í Þorlákshöfn. Við erum fullir tilhlökkunar og framundan eru mjög áhugaverðir og spennandi tímar" segir Guðmundur Þórðarson.

„Guðmundur og Stefán búa yfir áratuga reynslu á verkstýringu stórra sérhæfðra- og flókinna verkefna á svið virkjana, hafnarmannvirkja, borana, sjóvarnargarða, fráveitulögnum frá landi og út í sjó og fleira sem mun nýtast Landeldi. Reynsla þeirra og yfirgripsmikil þekking og stýring á stórum verkefnum verður okkur í Landeldi mikilvæg til að ná settum markmiðum. Landeldið í Þorlákshöfn stefnir á fulla uppbyggingu í 6 fösum til ársins 2028." segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Landeldis hf.

Skildu eftir skilaboð