Eftir Pál Vilhjálmsson blaðamann og kennara:
Á nýju ári verða íslenskir fjölmiðlar fyrir álíka höggi og bankarnir urðu fyrir 2008. Hrun bankanna var fjárhagslegt en siðferðislegt og faglegt hrun blasir við fjölmiðlum. Ríkisfjölmiðillinn RÚV verður afhjúpaður sem loddaramiðill annars vegar og hins vegar miðstöð alvarlegra afbrota á refsilöggjöfinni. RSK-miðlar fá sama orðspor og Kaupþing. Blaðamaður verður álíka skammaryrði 2023 og bankamaður 2008.
Stærsta fréttamál RÚV síðustu fjögurra ára, Namibíumálið, mun renna út í sandinn. Það verður ekki ákært fyrir eitt eða neitt sem snýr að Samherja í Namibíumálinu, hvorki hér á landi né í Namibíu.
Um miðjan nóvember bjó RÚV til frétt um að það hillti undir lok rannsóknar á Samherja. Í fréttinni var lævíslega látið að því liggja að rannsókninni lyki með ákæru. En sé Namibíubréf saksóknara frá október lesið kemur á daginn að ekkert saknæmt hafi fundist í íslensku rannsókninni.
Loddaramiðillinn RÚV mun þurfa að éta ofan í sig mörg hundruð fréttir síðustu ára sem fullyrtu að Samherja hefði stundað stórfelld afbrot í Namibíu með mútugreiðslum til þarlendra embættismanna. Fyrir tæpum 3 árum fullyrti RÚV að Íslendingar yrðu ákærðir. En það verður enginn Samherjamaður ákærður, hvorki á Íslandi né í Namibíu.
Eitt og sér ættu endalok Namibíumálsins að valda siðferðislegu og faglegu hruni RÚV, Stundarinnar og Kjarnans, RSK-miðla. En það verður verra.
Yfirmaður á RÚV sem og fyrrverandi starfsmaður, nú blaðamaður á Stundinni, eru sakborningar vegna aðildar að máli er varðar byrlun, gagnastuld og brot á friðhelgi einkalífs. Tveir blaðamenn Kjarnans eru sakborningar í sama máli. Í byrlunar- og gagnastuldsmálinu verður ákært á nýju ári. Í leiðinni verður upplýst um misnotkun RSK-miðla á andlega veikri konu.
Blaðamennirnir fjórir eru margverðlaunaðir af Blaðamannafélagi Íslands fyrir einmitt Namibíumálið og að höndla með stolin gögn frá Páli skipstjóra Steingrímssyni, sem var byrlað til að RSK-miðlar gætu bætt vígstöðuna í Namibíumálinu.
Blaðamenn vita sjálfir hvað bíður þeirra og gerðu ýmsar ráðstafanir til að mæta yfirvofandi hruni. Félag fréttamanna á RÚV sameinaðist Blaðamannafélagi Íslands í vor. Það var gert til að færa siðferðilega og faglega ábyrgð frá Efstaleiti yfir á alla blaðamannastéttina. Félagaskrá Blaðamannafélagsins telur rúmlega 600 manns. Hér er um að ræða stærsta sameiginlega skipbrot fagstéttar í sögunni.
Í haust ákváðu Stundin og Kjarninn að sameinast. Stundin og Kjarninn þurfa nýja kennitölu. Stundin og Kjarninn sáu fram á fjárhagslegt gjaldþrot vegna málareksturs á árinu. Ekki aðeins þarf að verjast opinberu refsimáli heldur einkamáli þar sem brotaþolar sækja miskabætur. Ríkið ber ábyrgð á kennitölu RÚV, sem mun herja grimmt á sjóði almennings til að standa af sér storminn.
Blaðamenn, bæði á RSK-miðlum og öðrum, gættu þess vandlega að almenningur yrði þess ekki áskynja að raðfalsfréttir og glæpir í kaupbæti væru orðin sérgrein ráðandi hluta íslenskra fjölmiðla.
Enginn starfandi blaðamaður gerði athugasemdir við að þrír sakborningar í byrlunar- og gagnastuldsmálinu voru verðlaunaðir 1. apríl (fyndin dagsetning), hálfum öðrum mánuði eftir að heyrinkunnugt varð um stöðu blaðamannanna í lögreglurannsókn. Hvorki voru fréttir sagðar um samhengið né siðfræðingar inntir álits á fáheyrðum tíðindum að sakborningar í refsimáli fengju verðlaun fyrir heiðarleika. Hvað yrði sagt ef sakborningur í kynferðisbrotamáli yrði kjörinn leikskólakennari ársins?
Hrun og hreingerningar verða meginviðfangsefni íslenskra fjölmiðla á komandi ári og árum. Almenningur mun á hinn bóginn ekki verða upplýstur um það sem RSK-mafían tekur sér fyrir hendur á bakvið luktar dyr. Engin vestræn þjóð býr að jafn meðvirkum blaðamönnum og sú íslenska. RSK-mafían leggur línurnar og 600 blaðamannasálir jarma með.
3 Comments on “Hrun fjölmiðla 2023”
Ég ætla að vona að blaðaramennirnir Kristján (Skítadreifari) Kristjánsson á DV og Samúel (Sauður) á Visi verði komnir verulega langt frá einhverju sem við kemur fjölmiðlum fljótlega á næsta ári, ég hef aldrei á ævinni séð fjölmiðlamenn tala eins oft með rassgatinu eins og þessir tveir og fá borgað fyrir það og með ríkisstyrkjum í ofan á lag.
Hjartanlega sammala ther Ari.
Thank you for your sharing. I am worried that I lack creative ideas. It is your article that makes me full of hope. Thank you. But, I have a question, can you help me? https://www.binance.com/sk/register?ref=V2H9AFPY