Komubannið, Blinken utanríkisráðherra og fjölskyldutengslin við George Soros

frettinErlent, StjórnmálLeave a Comment

Blaðamaðurinn Matt Palumbo hélt því fram í bók sinni "The Man Behind the Curtain: Inside the Secret Network of George Soros" að utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, hefði fjölskyldutengsl við George Soros.

Hann benti á þá staðreynd að faðir utanríkisráðherrans, Donald Blinken, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ungverjalandi, og eiginkona hans, Vera, hafi styrkt Vera and Donald Blinken Open Society Archives við Mið-Evrópuháskólann í Búdapest, sem var stofnað og fjármagnað af Soros.

Palumbo vitnaði einnig í skýrslu Soros Foundations Network frá árinu 2002 þar sem Donald Blinken er skráður í trúnaðarráð háskólans, þar sem Soros væri formaður.

Eftir að Antony Blinken var skipaður utanríkisráðherra, sagði ungverska dagblaðið Magyar Nemzet það „frábærar fréttir fyrir George Soros“.

Þá fjallaði New York Post nýlega um það að með Joe Biden hefði George Soros loks fengið forseta sem hann gæti stjórnað.

Bandaríkin settu komubann á Berisha vegna andúðar hans á Soros

Fljótlega eftir að Joe Biden og stjórn hans tók við stjórnartaumunum í Bandaríkjunum í byrjun árs 2021 hófst furðuleg atburðarás gagnvart Sali Berisha fyrrverandi forseta Albaníu.

Það var utanríkisráðherrann Blinken sem leiddi atburðarrásina sem snerti innanlandspólitík í Albaníu og var til þess gerð að lítillækka Berisha.

Fyrir þá sem ekki þekkja stjórnmál á Balkanskaga, þá er Berisha maður með kraftmikla fortíð, harður andstæðingur kommúnisma, stofnandi Lýðræðisflokks Albaníu og vinur Bandaríkjanna. Hann er fyrrverandi leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Hann var forsætisráðherra Albaníu í 8 ár og þar áður fyrsti forseti Albaníu sem ekki var kommúnisti. Hann sat sem forseti  í fimm ár, 1992-1997.

Eftir langan feril við að skapa Albaníu endurkomu eftir áratuga kúgun kommúnista, hefur Berisha að mestu fjarlægst beina þátttöku í stjórnmálum og vill frekar aðstoða við að efla íhaldssama og andsósialíska stefnu.

En utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Blinken, stuðaði fólk á Balkanskaga í maímánuði 2021 með því að tilkynna að því er virðist tilhæfulausar ferðaþvinganir gegn Berisha og nánustu fjölskyldu hans, sem meinaði þeim inngöngu í Bandaríkin. 

Blinken fór á Twitter og sakaði Berisha um „spillt athæfi“ og „að grafa undan lýðræðinu í Albaníu.“

Bandaríkin að ganga erinda Soros 

Berisha svaraði ásökunum og sagði aðgerðir utanríkisráðuneytisins gegn sér vera verk róttæka vinstri milljarðamæringsins George Soros og Open Society hans, samtakanna sem segjast stuðla að gagnsæi og mannréttindum á Balkanskaga. Þá hafi fjölmiðillinn ACLJ og alþjóðlegt samstarfsfélag hans, European Centre for Law and Justice (ECLJ) verið að afhjúpa stór, róttæk - og það sem sumir gætu kallað spillt - áhrif  Soros á alþjóðavettvangi.

Fullyrðingar Berisha um að Soros stæði að baki ásökunum gegn sér eru alls ekki fjarstæðukenndar þegar tengsl utanríkisráðherrans Blinken og Soros eru höfð í huga. 

Þingmaðurinn Lee Zeldin, meðlimur utanríkismálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, krafði Blinken svara vegna skyndilegrar refsingar hans gegn Berisha. Blinken sýndi lítinn trúverðugleika þegar hann var beðinn um rökstuðning og sagði „Ég hef engu að deila“. Þó Blinken hafi boðið nefndinni frekari upplýsingar, hafi engar slíkar upplýsingar eða gögn verið lögð fram. 

Andstaðan Berisha við pólitísk afskipti Soros eina ástæðan

Sem stendur eru einu upplýsingarnar sem liggja fyrir eindregin andstaða Berisha við pólitísk afskipti Soros, sem Berisha hefur lýst yfir að sé að sniðganga réttarríkið og að hafa óformleg áhrif á allt Balkanskagasvæðið. Berisha sjálfur krafðist þess árið 2017 að helstu ríkisstjórnir myndu rannsaka áhrif Soros í svæðisbundnum stjórnmálum og gekk svo langt að hvetja aðra til að lýsa Soros „non-grata" (óæskilegan)

Berisha þekkir sjálfur vel til George Soros

Berisha hefur persónulega reynslu af Soros frá fyrstu dögum núverandi ríkjaskipan Albaníu sem tók við eftir lok einræðistíma kommúnista fyrir um 30 árum. Þeir tveir höfðu einu sinni reynt að vinna saman að því að þróa sjálfstætt borgaralegt samfélag. Í augum Berisha, var Soros einfaldlega að skapa skrifræðislegan griðastað fyrir stuðningsmenn fyrrum einræðis kommúnista.

Spennuþrungin fyrstu ár hins albanska lýðræðis hafa mótað skoðun Berisha og hann gengið svo langt að fullyrða að „George Soros sé grimmur grímuklæddur óvinur þeirra gilda sem við trúum á og deilum.

Berisha alla tíð yfirlýstur vinur Bandaríkjanna

Þessar ferðaþvinganir til Bandaríkjanna, sem Blinken hefur beitt Berisha, er aðgerð sem venjulega er beitt fyrir sum af grófustu, brotum á alþjóðlegum viðmiðum og mannréttindum. Berisha hefur hins vegar alltaf verið verið vinur Bandaríkjanna og hefur jafnvel verið boðið til Bandaríkjanna af fyrrverandi forsetunum George H.W. Bush og George W. Bush.

Berisha fór með málið fyrir alþjóðlegan dómstól

Berisha fór með málið fyrir alþjóðlegan dómstól í Paris og sagði: „Ég býð hér með utanríkisráðherranum að senda sönnunargögn, staðreyndir eða skjöl sem hann hefur um Sali Berisha til Parísardómstólsins. Ég ábyrgist að hann hefur ekkert“.

Í október 2021 samþykkti dómstóllinn að taka málið fyrir og hlusta á rök hans fyrir því að utanríkisráðherrann Blinken hefði svívirt orðstír hans að ósekju.

Skildu eftir skilaboð