Berlínarbúar höfnuðu kolefnishlutleysi árið 2030

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Loftslagsmál1 Comment

Tímamótaatkvæðagreiðsla Berlínarbúa um kolefnishlutleysi (e. Net Zero) fyrir árið 2030 fékk ekki nægjanlega kjörsókn til að teljast gild. Af kosningabærum mönnum reyndust aðeins 18% fylgjandi, sem þykir mikið áfall fyrir loftslagsaðgerðasinna. Frá þessu greindu Reuters og fleiri erlendir fjölmiðlar.

Kosning um „Hlutleysi í loftslagsmálum í Berlín fyrir árið 2030“ 26. mars sl. mistókst gjörsamlega þrátt fyrir að yfir milljón evra hafi verið varið í umfangsmikla áróðursherferð. 

Til stendur að Þýskaland verði 95% kolefnishlutlaust árið 2045, en róttækir aðgerðasinnar í Berlín gátu alls ekki beðið, þannig að kosið var um að flýta því til ársins 2030. Jafnframt átti að breyta markmiðum í skyldu. Borgin hafði verið pússuð upp með veggspjöldum í aðdraganda kosninganna, frægir flytjendur héldu tónleika, fjölmiðlar veittu gríðarlegan stuðning og vegleg fjárframlög streymdu frá vinstri sinnuðum baráttumönnum frá austur- og vesturströnd Bandaríkjanna - en allt kom fyrir ekki.

Yfirgnæfandi meirihluti áhugalaus eða á móti

Þegar þegar talningu lauk kom í ljós að „já“ var langt undir þeim 608 þúsund atkvæðum (25%) sem hefði þurft til að samþykkja tillöguna. Aðeins 442.210 greiddu atkvæði með, sem eru 18% atkvæðisbærra manna í Berlín. Aðgerðarsinnarnir höfðu búist við við mun betri kjörsókn. Samanlagt 82% atkvæðabærra manna ýmist höfnuðu þannig tillögunni eða mættu ekki á kjörstað.

Lokaniðurstöður voru 442.210 fyrir „já“ og 423.418 fyrir „nei“. Naumur meirihluti jáa var 51% á móti 49% neia þeirra sem kusu. Hins vegar, þar sem of fáir mættu til að greiða atkvæði, var stuðningurinn langt undir þeim 25% af 2.430.000 sem hefði þurft, svo að tillagan var felld.

Áfall fyrir loftslagsróttæklinga

Synjun Berlínar á loftslagshlutleysi fyrir árið 2030 er gríðarlegt áfall fyrir róttæku „Framtíðarföstudagar“ og „Síðasta kynslóðin“ hreyfingarnar í Þýskalandi. Það mun taka mánuði fyrir róttæklingana að jafna sig, ef nokkurn tíman, eftir þetta bakslag.

Berlínarfrumkvæðinu um að gera loftslag borgarinnar hlutlaust fyrir árið 2030 var stýrt af ríkum yfirstéttarungmennum eins og Luisa ‘Longhaul’ Neubauer. En eftir að Berlínarbúar höfðu verið áreittir mánuðum saman af aðgerðarsinnum sem límdu sig við göturnar og hindruðu umferð, fengu þeir nóg af þessum fíflalátum og fóru að gera sér grein fyrir pólitískum og fjárhagslegum kostnaði sem af þessu hlytist. Þeir tóku því af allan vafa um að þeir vildu engan þátt í þessu.

Sjálflímandi loftslagsaðgerðasinnar eru hvimleiðir og erfitt að ná þeim af.

One Comment on “Berlínarbúar höfnuðu kolefnishlutleysi árið 2030”

  1. Þetta er líka bara þvæla. ,,Kolefnis“ bla-bla. Fleiri og fleiri farnir að átta sig á bábiljunni. Það er lengi hægt að hafa fólk að fíflum, en ekki endalaust. Einn góðan veðurdag var galdrafárið gufað upp. Eins fer með kolefnisfárið.

Skildu eftir skilaboð