Eiginmaður fyrrum forsætisráðherra Skotlands handtekinn

frettinErlentLeave a Comment

Peter Murrell, eiginmaður Nicola Sturgeon, fyrrum forsætisráðherra Skotlands, hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn á fjármögnun og fjármálum Skoska þjóðarflokksins (SNP).

Murrell sem er fyrrum framkvæmdastjóri SNP er í haldi og sætir yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglumönnum.

Lögreglan í Skotlandi sagði að 58 ára karlmaður hafi verið handtekinn vegna yfirstandandi rannsóknar. Lögreglumenn eru einnig að gera leit á fjölda annarra heimila, bætti lögreglusveitin við.

Stórt lögreglutjald hefur verið sett upp fyrir utan heimili þeirra hjóna í Glasgow, en lögreglumenn hafa einnig sést fyrir utan höfuðstöðvum SNP í Edinborg.

Lögreglan í Skotlandi hefur verið að rannsaka eyðslu upp á um 600.000 pund sem var eyrnamerkt skoskri sjálfstæðisbaráttu.

Nánar má lesa um málið á Sky News.

Skildu eftir skilaboð