Haukur Hauksson skrifar:
Volodomír Zelensky sagði í opinberri heimsókn í Varsjá í Póllandi að Úkraínumenn væru tilbúnir til samninga við Rússa, ef og þegar úkraínski herinn væri kominn upp að landamærunum við Krímskaga. Telja andstæðingar Zelenskys þetta áróðursbragð til að ganga í augu pólskra stjórnvalda og Evrópusambandsins. Rússlandsmegin taka menn Þessu af mikilli varfærni, segja að viðræður við stjórnvöld í Kiev séu ekki raunhæf, ekki síst ef ætlun þeirra sé að hertaka svæði sem Rússar telja hluta Rússneska Sambandsríkisins eftir þjóðaratkvæðisgreiðslur þar í septemberber 2022.
Þá sagði Zelensky sagði að fljótlega verði engin landamæri á milli Úkraínu og Póllands. Andrzej Duda forseti Póllands tók undir þessi orð Zelenskys á fréttamannafundi og bauð Úkraínu velkomna í Evrópusambandið. Þykir þetta benda til að í Póllandi séu áætlanir um að innlima vestustu héruð landsins í Pólland, um er að ræða fimm héruð (með héraðshöfuðborgir): Lvov, Lútsk, Rovno, Térnopol og Ívano-Frankovsk.
Á tímum Sovétríkjanna samanstóð Sovétúkraína (ÚSSR) af 25 héruðum (oblast); nú telja rússnesk stjórnvöld fimm þeirra hluta Rússlands: Krím, Lúgansk, Donetsk, Zaporozhe og Kherson.
Þing Úkraínu - Æðstaráðið (Verhovnaja Rada, rada = ráð) hefur samþykkt lög, nr. 7550, þess efnis að pólskir ríkisborgarar hafi sérstaka stöðu í Úkraínu, þurfi ekki landvistar- og atvinnuleyfi og geti starfað sem opinberir embættismenn og jafnvel við löggæslu. Pólskir þjóðernissinar hafa lengi krafist þess að fá borgina Lvov „til baka“ en stærsta borg V-Úkraínu var afhent Sovétmönnum þegar landamæri Evrópu voru endurteiknuð af Stalín, Churchill og Roosevelt á ráðstefnum í Teheran, Jalta og Potsdam í lok síðari heimstyrjaldar.
2 Comments on “Er samningsvilji hjá Úkraínumönnum?”
Hvílík steypa
Palli, geturðu útskýrt fyrir mér hvað er steypa í þessari grein?