Robert F. Kennedy Jr. býður sig fram til forseta Bandaríkjanna

frettinErlent, Stjórnmál2 Comments

Robert F. Kennedy Jr. hefur staðfest framboð sitt í forsetakosningunum Bandaríkjanna á næsta ári og skorar því á Joe Biden um útnefningu demókrata.

Kennedy er fæddur árið 1954 og er sonur hins látna öldungadeildarþingmanns Roberts F. Kennedy og frændi hins látna forseta John F. Kennedy. Hann lýsir sjálfum sér sem ævilöngum demókrata. Kennedy er umhverfislögfræðingur og stofnandi samtakanna Children´s Health Defence. Hann hefur höfðað fjölda mála gegn lyfjafyrirtækjunum á starfsævinni og er einn þeirra mörgu sem hafa verið ritskoðaðir í Covid-19 faraldrinum, meðal annars vegna afstöðu sinna til Covid-bóluefna sem hann segir hættuleg heilsunni.

Árið 2021 gaf Kennedy út bókina "The Real Anthony Fauci: Bill Gates, Big Pharma, and the Global War on Democracy and Public Health", sem er grunnurinn að samnefndri heimildarmynd, og kom út á síðasta ári.

Í mars sagði Robert Kennedy á Twitter að hann væri að íhuga að bjóða sig fram til forseta. Á þeim tíma sagði hann: „Ef ég býð mig fram, þá verður forgangsverkefni mitt að binda enda á spilltan samruna ríkis og fyrirtækjavalds sem hefur eyðilagt efnahag okkar, splundrað millistéttinni, mengað umhverfið okkar og vötn, eitrað fyrir börnunum okkar og rænt okkur frelsi og gildum.“

https://twitter.com/RobMcCarthyJr/status/1643745357233557505

2 Comments on “Robert F. Kennedy Jr. býður sig fram til forseta Bandaríkjanna”

  1. Gott mál vonandi vinnur hann. Biden er afar slakur og Trump hræðilegur.

  2. Ég myndi segja að Biden væri hræðilegur og stórhættulegur, eins og staðan er núna er Trump það skásta sem er í boði sem segir allt um pólitíkina í BNA.

Skildu eftir skilaboð