Eftir Jón Magnússon:
Í grein ritstjóra Heimldarinnar, Þórðar Snæs Júlíussonar um ofurinnflutning hælisleitenda fjallar hann um hryðjuverk og kemst að þeirri niðurstöðu með tilvísun í kennara nokkurn, að helsta hryðjuverkaógnin stafi frá Evrópubúum, sem vilji ekki skipta um þjóð í löndum sínum.
Niðurstaða ritstjórans er dæmigert heilkenni vinstri sinnaðra fulltrúa opinna landamæra. Þeir stinga höfðinu í sandinn og neita að horfast í augu við raunveruleikann.
Íslamistar hafa staðið fyrir nánast öllum hryðjuverkum í Evrópu frá síðustu aldamótum. Lögreglu í Evrópu hefur tekist að koma í veg fyrir nánast öll hryðjuverk múslima síðustu 10 árin, en frá því er sjaldnast sagt í fréttum, en sýnir vel hvaðan ógnin kemur.
Í gær var t.d. sagt frá því og fór lítið fyrir, að sænsku lögreglunni hefði tekist að koma í veg fyrir hryðjuverk Íslamista.
Hvað skyldi mönnum eins og Þórði Snæ ganga til að reyna að afvegaleiða umræðuna í stað þess að benda á staðreyndir?
Viðbrögð bresku lögreglunnar eftir að Íslamistar myrtu alla ristjórn franska tímaritsins Charlie Hebdo voru að hafa sérstakt eftirlit með áskrifendum Charlie Hebdoe í Bretlandi til að koma í veg fyrir hryðjuverk. Þessi viðbrögð þóttu að sjálfsögðu svo galin, að lögreglan gerði sig að algjöru athlægi.
Er ekki rétt að það sama gildi um ritstjóra Heimildarinnar.
One Comment on “Þeir hættulegu”
Jón, þú skautar sjálfur hressilega yfir staðreyndir þegar þú minnist ekki á það að BNA ásamt skósveinum sínum (NATO) þar með talið Ísland framdi stærsta hryðjuverk seinni tíma í Evrópu á Nordstream gasleiðslunum, fyrir utan að æsa upp og koma fyrir leppstjórnum viðsvegar um Evrópu svo og annars staðar í heiminum þá er trúlega meiri ógn af vinum þínum BNA enn af múslimunum?
Þannig í mínum huga er engin munur á þér Jón eða vinstra globalista hyskinu á Heimildinni, báðir aðilar aðeins að skrifa til að ná innihaldslausri pólitískri athygli í stað þess að fara með staðreyndir.