Frakkar og Þjóðverjar taka þátt í ESB málsókn gegn Ungverjum vegna LGBT laga

frettinErlent, Hinsegin málefni, Skólamál, TransmálLeave a Comment

Þýskaland og Frakkland hafa gengið til liðs við framkvæmdastjórn ESB í málsókn gegn Ungverjalandi vegna LGBT  (lesbíur, homma, tvíkynhneigðir, transfólk) laga sem sögð eru ganga gegn réttindum þessara hópa, sagði talsmaður þýskra stjórnvalda á fimmtudag.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vísaði Ungverjalandi til ESB dómstólsins um mitt ár 2022 vegna laga sem banna fræðsluefni í skólum sem talið er upphefja samkynhneigð og kynskipti fólks. Framkvæmdastjórnin hefur sagt lögin brjóta í bága við innri reglur ESB, grundvallarréttindi einstaklinga og gildi ESB.

Ríkisstjórn Viktors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segist vilja vernda hefðbundin kaþólsk fjölskyldugildi og vernda börnin með lögunum. Lögin hafa aftur á móti verið gagnrýnd af mannréttindasamtökum og alþjóðlegum baráttusamtökum fyrir að mismuna LGBT-fólki. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, segir lögin svívirðileg.

Að sögn þýskra stjórnvalda hafa nú 14 ESB-ríki gengið til liðs við málsmeðferðina: Belgía, Holland, Lúxemborg, Danmörk, Portúgal, Írland, Spánn, Malta, Austurríki, Svíþjóð, Slóvenía, Finnland og nú Frakkland og Þýskaland.

Reuters.

Skildu eftir skilaboð