Macron: Evrópa má ekki „festast í átökum sem eru ekki okkar”

frettinErlent, Stjórnmál1 Comment

Evrópa verður að standast þrýstinginn um að verða „fylgjendur Bandaríkjanna,“ segir Emmanuel Macron forseti Frakklands.

„Stóra áhættan“ sem Evrópa stendur frammi fyrir er að „festast í átökum sem eru ekki okkar,“ sagði Frakklandsforseti í viðtali í flugi sínu heim til Frakklands eftir þriggja daga opinbera heimsókn til Kína.

Evrópa má ekki vera svona háð Bandaríkjunum og þarf að forðast að dragast inn í deilur milli Kína og Bandaríkjanna vegna Taívans, sagði Macron.

Forsetinn ræddi við POLITICO og tvo franska blaðamenn eftir að hafa varið um sex klukkustundum með Xi Jinping forseta Kína. Macron lagði áherslu á kenningu sína um „stefnumótandi sjálfræði“ fyrir Evrópu, væntanlega undir forystu Frakklands, til að verða „þriðja stórveldið“.

Hann sagði að „hin stóra áhætta“ sem Evrópa stæði frammi fyrir væri að „festast í átökum sem eru ekki okkar“, og koma í veg fyrir að Evrópa geti byggt upp sína stefnumótandi sjálfstjórn.“

Xi Jinping og kínverski kommúnistaflokkurinn hafa ákaft tekið undir hugmyndir Macrons um stefnumótandi sjálfræði, og kínverskir embættismenn vísa stöðugt til þeirra hugmynda í samskiptum sínum við Evrópulönd. Flokksleiðtogar og kenningasmiðir í Peking eru sannfærðir um að Vesturlönd séu á niðurleið og Kína á uppleið, og með því að veikja sambandið við Bandaríkin mun það hjálpa til við að flýta fyrir þessari þróun.

„Spurningin sem Evrópubúar þurfa að svara sagði Macron … er það í okkar þágu að flýta fyrir átökum í Taívan? Nei. Verra væri að halda að við Evrópubúar verðum að vera fylgjendur í þessu máli og elta stefnu Bandaríkjanna og ofviðbrögð Kínverja,“ sagði hann..

Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að flug Macrons hélt frá Guangzhou aftur til Parísar, hóf Kína miklar heræfingar í kringum sjálfstjórnareyjuna Taívan, sem Kína segir vera yfirráðasvæði sitt, en Bandaríkin hafa lofað að verja með vopnum.

Þessar æfingar voru viðbrögð við 10 daga diplómatískri ferð Tsai Ing-Wen, forseta Taívan, um Mið-Ameríkuríki, þar sem hún hitti forseta repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, Kevin McCarthy, í Kaliforníu þar sem hún millilenti. Fólk sem veit hvernig Macron hugsar sagði að hann væri ánægður með að Peking hafi að minnsta kosti beðið þar til hann var kominn út úr kínverskri lofthelgi áður en heræfingar hófust.

Peking hefur ítrekað hótað innrás undanfarin ár og hefur þá stefnu að einangra Taívan með því að neyða önnur lönd til að viðurkenna eyjuna sem hluta af Kína.

One Comment on “Macron: Evrópa má ekki „festast í átökum sem eru ekki okkar””

  1. Mikið djöfulsins asni er þessi maður, af hverju í anskotanum flytur hann ekki inn til Joe Biden vinar síns og lætur Evrópu um að leysa sýn mál sjálf án þess að vera undir einræðisstjórn Joe Biden og skósveina hans. Frakkland þarf að steypa þessum asna af stóli áður enn hann mun valda Frakklandi og Evrópu meiri skaða!

    Frakkland þarf sjálfstæðan og sterkan leiðtoga eins og Marine Le Pen. Það myndi hjálpa Frakklandi og Evrópu til að losna undan ofríki kanans, það eina sem getur komið Evrópu út úr þessum hörmungum er endalok NATO og kaninn út úr Evrópu með öll sýn hernaðartól!

Skildu eftir skilaboð