Elon Musk sagði blaðamann BBC ljúga til um hatursorðræðu á Twitter

frettinErlent, FjölmiðlarLeave a Comment

Elon Musk, forstjóri Twitter, rakkaði niður blaðamann BBC í viðtali á þriðjudaginn þegar blaðamaðurinn gat ekki nefnt neitt dæmi um hatursorðræðu sem „blómstraði á Twitter.“

Þegar þeir ræddu yfirvofandi uppsagnir og það „sársaukafulla ferli“ sem hinn 51 árs gamli Musk hefur gengið í gegnum eftir kaup sín á Twitter á síðasta ári, ákvað blaðamaður BBC, James Clayton, að spyrja Musk út í þær ásakanir að hann hafi ekki nógu margt starfsfólk til að hafa eftirlit með hatursorðræðu á Twitter.

„Hvaða hatursorðræðu ertu að tala um? spurði Musk. „Ég meina, þú notar Twitter. Sérðu aukningu á hatursorðræðu? Bara þú persónulega? Ég geri það ekki.“

Þegar Clayton sagðist hafa persónulega séð meiri hatursorðræðu á Twitter, skoraði Musk á hann að nefna aðeins eitt dæmi, en blaðamaðurinn gat ekki komið með eitt einasta dæmi.

„Satt að segja geri ég það ekki... ég nota í rauninni ekki „feedið“ lengur því ég er bara ekki sérstaklega hrifinn af því,“ sagði Clayton um „Fyrir þig“ stillingu á Twitter. „Og reyndar eru margt fólk frekar líkt. Ég skoða bara það sem mínir fylgjendur setja inn.“

Musk svaraði: „Ég er að biðja um eitt dæmi og þú getur ekki gefið eitt einasta dæmi. Þá segi ég, herra, að þú veist ekki hvað þú ert að tala um.

„Þú getur ekki gefið mér eitt einasta dæmi um hatursfullt efni, ekki einu sinni eitt tíst. Og samt hélst þú því fram að mikið væri um hatursfullt efni. Það er rangt, þú laugst bara."

Clayton hélt áfram og sagði að hann hefði sagði að aðrir hefðu greint frá aukinni hatursorðræðu, ekki að hann hafi séð það sjálfur á sinni Twitter síðu.

Musk svaraði aftur: „Þú sagðir bókstaflega að þú værir var við hatursfyllra efni og getur svo ekki nefnt eitt einasta dæmi. Það er fáránlegt!"

Í viðtalinu gaf Clayton til kynna að aukningu í hatursorðræðu mætti rekja til „efnis sem myndi kalla á viðbrögð, eitthvað sem er örlítið rasískt, örlítið karlrembulegt.“

Hér má sjá viðtalið:

Skildu eftir skilaboð