Innviðaráðuneytið býður kjörnum fulltrúum og starfsfólki sveitarfélaga til fræðslufundar um hinsegin málefni. Samtökin ´78 sjá um fræðsluna en markmiðið er auka þekkingu sveitarstjórnarfólks á réttindum og félagslegri stöðu hinsegin fólks.
Þetta kemur fram í tölvupósti frá ráðuneytinu þar sem segir að þetta sé í annað sinn sem ráðuneytið stendur fyrir slíkri fræðslu og að verkefnið er liður í aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks fyrir árin 2022-2025. Í áætluninni segir að varið verði 40 milljónum kr. samtals til verkefna sem styðja við málefni hinsegin fólks á vegum ráðuneyta á tímabilinu.
Í póstinum segir að hinsegin fólk þurfi að eiga greiða leið að þjónustu í sínu nærumhverfi og að þjónusta og viðmót skuli vera laust við fordóma og mismunun en bein og óbein mismunun og útilokun getur stafað af þekkingarskorti þeirra sem þjónustuna veita. Jafnframt segir í boði ráðuneytisin að til að bæta stöðuna og draga úr fordómum og þekkingarskorti sé mikilvægt að efla þekkingu kjörinna fulltrúa og starfsfólks sem sinnir þjónustu við almenning.
Fræðslan tekur um klukkustund og er opin öllum kjörnum sveitarstjórnarfulltrúum og starfsfólki sveitarfélaga og fer fram á fjarfundi (Teams) og hægt er að velja tvær tímasetningar, þriðjudaginn 2. maí eða miðvikudaginn 3. maí kl. 16.
Ráðuneytið hvetur til þess að viðburðurinn sé kynntur meðal starfsfólks sveitarfélaganna og kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa, ýmist á innri vef eða með því að áframsenda póstinn.
Fróðlegt verður að sækja fundinn og heyra hvað þar er í sambandi við réttindi og stöðu hinsegin fólks sem kallar á sérstakan fræðslufund um málefnið.
Auglýsingu um viðburðinn má sjá hér:
2 Comments on “Kjörnum fulltrúum sveitarfélaga boðið á námskeið hjá Samtökunum ´78”
Ef karlmaður ákveður að gerast kona því honum finnst það passa betur við sig, hvaða réttindi missir hann við þá ákvörðun? Sama ef að kona vill frekar vera karlmaður og lætur verða af því að fara í kynskipti aðgerð, hvaða réttindum tapar hún við að gera það? Er hinsegin fólk ekki einsog annað fólk? Missa menn réttindi við það að gerast hinsegin?
Þetta er komið gott af Hinsegin áróðri!
Og…látið börn og unglinga í friði fyrir hinsegin áróðri sem er ANDLEGT OFBELDI!! Látið leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla í FRIÐI!
Hinsegin fólk getur lifað sínu lífi í friði .það er enginn að banna þeim það en látið okkur hin öll Í FRIÐI!!
Sveitarfélög eiga að BANNA ALLAN ÁRÓÐUR ÞESSA HÓPS SEM ER AÐ VERÐA FORGANGSHÓPUR..
ÞESSI ÁRÓÐUR ER EKKERT ANNAÐ EN ANDLEGT OFBELDI . SAMTÖK SVEITARFÉLAGA …LÁTIÐ BÖRNIN OKKAR OG UNGLINGANA Í FRIÐI FYRIR ÞESSU ANDLEGA OFBELDI OG ÁRÓÐRI!!
ÞAÐ ER VERIÐ AÐ BRJÓTA Á ÞESSUM ÓÞROSKUÐU EINSTAKLINGUM.
HINGAÐ OG EKKI LENGRA!!!