Skuldastaða Árborgar og hælisleitendur

frettinHælisleitendur, Innlent, Jón Magnússon2 Comments

Eftir Jón Magnússon:

Alvarleg staða er komin upp í sveitarfélaginu Árborg, þar sem skuldastaðan er svo alvarleg að skuld á hvern íbúa er 2.5 milljónir eða rúmar 10 milljónir á kjarnafjölskyldu. Þetta þykir ógnvænlegur skuldavandi, sem erfitt verður að vinna  úr. 

Á hverjum 2 árum koma álíka margir hælisleitendur til landsins og íbúar Árborgar. Kostnaður vegna hvers hælisleitenda, sem fær ókeypis fæði, uppihald, rándýra lögfræðiþjónustu, tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu o.s.frv. og eru fluttir á milli í leigubifreiðum, er álíka eða meiri en sem nemur skuld hvers íbúa Árborgar. Það þykir ekki tiltökumál eða óyfirstíganlegt vandamál. 

Er stór hluti þjóðarinnar og meirihluti þingheims orðinn stjörnugalin í þessum hælisleitendamálum og áttar sig ekki á eða vill ekki sjá, hvað er í gangi? 

Finnst fólki eðlilegt að hælisleitendur fái þjónustu sem ríkið borgar, sem íslenskir ríkisborgar hafa ekki efni á að veita sér? Er eðlilegt að ill yfirstíganleg skuldastaða eins stærsta sveitarfélags landsins sé minni en það sem hælisleitendaiðnaðurinn kostar á tveim árum?

2 Comments on “Skuldastaða Árborgar og hælisleitendur”

  1. Nei það er ekkert eðlilegt við það að hælisleitendur fái þjónustu sem ríkið borgar, sem íslenskir ríkisborgar hafa ekki efni á að veita sér..

  2. Þetta lið sem situr í stjórn sveitarfélaga er að borga sér tvær milljónir á mánuði í laun fyrir að sitja nokkra fundi þar sem slakar fjárhags ákvarðanir eru teknar. Byrjið á því að lækka laun ykkar og fjölskyldu ykkar sem eru á spenanum, það ætti að setja þak á laun þessa liðs sem vinnur hjá sveitafélögum og ríki. Svo þegar þetta lið skítur á sig í fjárhagsstjórnun er þessu klínt á íbúana!

Skildu eftir skilaboð