Kennarasamband Íslands biðji Helgu Dögg afsökunar

frettinInnlent, Páll Vilhjálmsson, Skólamál, Transmál1 Comment

Eftir Pál Vilhjálmsson kennara:

Kennarasamband Íslands hljóp á sig þegar það fordæmdi Morgunblaðsgrein Helgu Daggar Sverrisdóttur kennara. Helga vekur athygli á einföldum staðreyndum sem á ekki að þurfa að segja upphátt, t.d.

Ég tel það sær­andi og móðgandi að segja barni að það sé kannski í öðrum lík­ama. Sé ekki það kyn sem það fædd­ist. [...] Barn hef­ur ekki þroska, getu eða þor til að mót­mæla slíku.

og

Það er van­v­irðandi hátt­semi við barn og for­eldra þess að halda því fram að heil­brigðis­starfs­fólk geti sér til um kyn barns­ins við fæðingu. Sam­kvæmt Mann­rétt­inda­dóm­stóln­um er það ekki dregið í efa, líf­fræðilegt kyn er það kyn sem barn fædd­ist og verður. Vegg­spjöld hanga uppi í leik­skól­um sem draga líf­fræðina í efa, sær­andi og van­v­irðandi hátt­semi.

Allt er er þetta laukrétt hjá Helgu, hversdagsleg sannindi, sem á ekki að lasta heldur lofa. Ef það er tilfellið að börnum er kennt að kyn sé ekki líffræðilegt, heldur hugdetta, er vanþekkingu haldið að börnum. Ef það er kennt að það sé „ágiskun“ við fæðingu af hvoru kyni nýburinn er þá verður að grípa í taumana og forða börnum frá fáviskunni.

Kennarasamband Íslands ætti hið snarasta að biðja Helgu Dögg afsökunar. Helga Dögg talar fyrir heilbrigða skynsemi. Eins og málin standa núna er KÍ fylgjandi afmenntun og vanþekkingu. Fáviska hefur ekkert með mannréttindi að gera.

Ekki fer vel á því að stéttafélag kennara gangi sértrúarhópum á hönd sem telja jörðina flata, kynin fleiri en tvö og að hægt sé að fæðast í röngum líkama. Fáviska í nafni mannúðar er ekki boðleg afstaða þeirra sem kenna sig við menntun og þekkingu. 

One Comment on “Kennarasamband Íslands biðji Helgu Dögg afsökunar”

  1. Heyr heyr Páll… Helga Dögg segir það sem margir vilja segja en er skotin í kaf af öfgum… Almenn skynsemi virðist hafa týnst eða hreinlega gufað upp.

Skildu eftir skilaboð