Útvarpsmaður BBC fékk fyrir hjartað í beinni útsendingu

frettinErlent, FjölmiðlarLeave a Comment

Hlé þurfti að gera á morgunútvarpsþætti BBC á föstudaginn þegar þáttastjórnandinn David Fitzgerald fékk hjartaáfall í beinni útsendingu. Samstarfsmaður hans Michael Checker neyddist til að taka við.

Fitzgerald yfirgaf stúdíóið strax og fór á sjúkrahús. Hann deildi mynd af sér af spítalanum á samfélagsmiðlunum og virtist glaður í bragði.

David Fitzgerald hefur verið útvarpsmaður síðan á níunda áratugnum og hefur einnig komið fram í sjónvarpi. Á sjónvarpsferli sínum hefur hann fjallað um mikilvæga atburði eins og dauða Díönu prinsessu, stríðið í Bosníu, konungleg brúðkaup o.fl.

Skildu eftir skilaboð