Fjölmiðill vaknar úr rotinu

frettinFjölmiðlar, Innlent3 Comments

Eftir Geir Ágústsson:

Síðan í upphafi seinasta árs hefur verið bent á að ýmis gögn frá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum um bólusetningar og spítalainnlagnir hafi mögulega breyst án haldbærra skýringa. Jafnvel mætti færa rök fyrir því að átt hefði verið við gögnin til að fegra frammistöðu bólusetninga gegn COVID-19 (sem við vitum í dag að voru gagnslausar og jafnvel lækning verri en sjúkdómurinn, sérstaklega fyrir ungt fólk).

Á þetta var bent í pistlum á netinu og í Morgunblaðinu. Engum blaðamanni fannst vera ástæða til að skoða málið betur.

Núna, rúmlega ári síðar, birtist lítil frétt á DV um þetta hugsanlega hneyksli.

Því ber auðvitað að fagna en þetta leiðir hugann að öðru: Fyrir utan áróðurskennda heimildaþætti Ríkisútvarps Útvaldra Viðhorfa (RÚV) um heimsfaraldurinn svokallaða er ekki að sjá að nein samantekt sé í vinnslu vegna undanfarinna þriggja ára. Það á einfaldlega að sópa öllu þessu undir teppið.

Í slíkri samantekt þarf ekki að vera neinn ásökunartónn. Það mætti einfaldlega kalla slíka samantekt gagnaöflun fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar ef menn treysta sér ekki í naflaskoðunina núna (mögulega vilja sumir komast á eftirlaun áður en beinagrindurnar í skápnum eru afhjúpaðar). En hún þarf að verða til. Frétt DV, eins eftir á og hún er, er vitnisburður um slíkt. Fleiri fjölmiðlar þurfa að vakna úr rotinu. Og auðvitað yfirvöld, en það þykir mér ólíklegt að muni nokkurn tímann gerast.

3 Comments on “Fjölmiðill vaknar úr rotinu”

  1. Þórdís, ertu virkilega að upphefja DV, eða ertu að grínast?

    Ef DV er að segja frétt um sannleikann um Covid bólusettningarnar, mun hún fallar í skuggann á öllum öfga lygunum sem Ritstjórn DV er að segja oftar enn einu sinni á hverjum einasta degi um stríðið í Úkraínu. Þessi miðill ásamt Vísir er skítugasti og verst lyktandi afturendi íslenskra fjölmiðla!

    Ég býst við því að þetta sem þú ert að skrifa eigi að vera grín eða kaldhæðni?

  2. Ég sagði það snemma í ferlinu. Það eru allt of margir með sekir í glæpnum (spillingunni). Ef við fáum einhverjar uppljóstranir, þá verða þær klæddar í einhvern mistaka búning. Einhverjir munu kannski verða sakaður um eitthvað vítavert,skattborgararnir látnir borga bætur og einhverjir fá smá skammir í hattinn!

  3. Hér er nýjasta hræðsluáróðs skítadreifinginn á þessum blessuðu stjórnmálamönnum, fjölmiðlum og sjálfskipuðum sérfræðingum!

    https://www.visir.is/g/20232404769d/haettan-ekki-ny-af-nalinni-en-almenning-thyrstir-i-upplysingar

    Hér er því haldið fram að almenningi þysti í upplýsingar, ætli það sé ekki meira þannig að þessir fávitar sem seta þetta fram séu meira örfæntingafullir að búa hræðsluáróður til að halda þessari áróðurs hryðjuverkavél NATO gangandi!

    Ég myndi telja að almenningi þysti meira í sannleikann um það hvernig NATO framdi stærsta hryðjuverk seinni tíma í Evrópu enn að það sé verið að mata almúgan af endalausum lygum!

    Og auðvitað gleypir utanríkisráðherra pokarottan við þessum áróðri enda landráða glæpamaður.
    https://www.visir.is/g/20232404706d/ognvaenlegar-frettir-en-koma-ekki-a-ovart

    Ég myndi telja það góðverk ef einhver góðhjartaður einstaklingur með sjálfstæða hugsun myndi senda góða og öfluga flaug á allt þetta hyski þegar það kemur saman á þessa trúðasamkomu í sumar!

Skildu eftir skilaboð