Noregur: Næstum 8000 tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir eftir Covid sprautur

frettinAukaverkanir, Covid bóluefni, ErlentLeave a Comment

Í fyrsta skipti í tæpa fimm mánuði gaf norska lyfjastofnunin út skýrslu um tilkynntar aukaverkanir eftir Covid-bólusetningar.

Þann 27. desember 2020 var fyrsti skammturinn af bóluefninu gefinn í Noregi. Síðan þá hafa meira en 12 milljónir skammtar verið gefnir.

Allir sem hafa fundið fyrir aukaverkunum, veikindum eða hafa látist eftir bólusetningu hafa verið beðnir um að tilkynna það til norsku lyfjastofnunarinnar.

Í nýlegri skýrslu segist stofnunin hafa fengið 61.847 tilkynningar þar sem grunur er um aukaverkun eftir Covid-sprautur. Þetta er fjölgun um 923 frá fyrri skýrslu sem kom út í lok nóvember. Af þessum tilkynningum eru 7.818 tilfelli flokkuð sem alvarleg, sem er fjölgun um 445.

274 dauðsföll

Innlögn á sjúkrahús er algengasta ástæða þess að tilfelli flokkist alvarleg. Þetta á við um 40 prósent alvarlegra tilkynninga, að sögn norsku lyfjastofnunarinnar. Að auki hefur stofnunin fengið 274 tilkynningar um dauðsföll. Flest þeirra hafa verið meðal aldraðra og íbúa á hjúkrunarheimilum.

Þeir sem upplifa langvarandi kvilla eftir bólusetningu ættu að hafa samband við heimilislækni og fá mat á mögulegum orsökum, segir Ingrid Aas yfirlæknir í fréttatilkynningu.

Ef grunur leikur á aukaverkun telur Ingrid Aas að læknar stuðli að góðu eftirliti með aukaverkunum með því að gefa ítarlegar og nákvæmar lýsingar í tilkynningunum.

711 tilkynningar varða börn

Hingað til hafa 484.629 skammtar verið gefnir börnum og ungmennum á aldrinum 12 til 17 ára.

Við fylgjumst vel með ef tilkynnt er um alvarleg atvik eftir bólusetningu í þessum aldurshópi, segir norska lyfjastofnunin.

Á tímabilinu frá desember 2020 til dagsins í dag hefur stofnunin unnið úr 711 aukaverkanatilkynningum í aldurshópnum 12 til 17 ára. Þar af eru 102 tilkynningar flokkaðar sem alvarlegar.

Um það bil 80 prósent tilkynninga í þessum aldurshópi eru frá stúlkum. Margar tilkynningar er varða óreglu og fleira tengt tíðarblæðingum.

Að auki hafa 6398 skammtar verið gefnir börnum á aldrinum 5 til 11 ára og 15 skammtar börnum frá 6 mánaða til 4 ára. Alls hefur norsku lyfjastofnuninni borist 25 tilkynningar varðandi grun um aukaverkanir frá þessum aldurshópum.

Þreyta og höfuðverkur

Meðal aukaverkana sem tilkynntar hafa verið eru þreyta og höfuðverkur. Norska lyfjastofnunin hefur afgreitt 39 tilkynningar um aukaverkanir sem varða síþreytu og 364 tilkynningar um þrálátan höfuðverk.

Enn sem komið er hefur ekki verið sýnt fram á orsakatengsl milli bólusetninga og þessara langvarandi aukaverkana, svo sem síþreytu eða höfuðverk, segir í skýrslu lyfjastofnunarinnar.

Lyfjastofnunin skilgreinir síþreytu sem kvilla sem hefur staðið yfir í þrjá mánuði. Við erum að kanna þetta frekar til að sjá hvort aukin hætta sé á slíkum kvillum eftir Covid bólusetningu, segir stofnunin.

Tauga- og vöðvaverkir

Aukaverkanatilkynningar í skýrslunni koma frá sjúklingum, heilbrigðisstarfsfólki og framleiðendum. Allar tilkynningar eru taldar með, óháð því hvort talið er að tilkynnt atvik tengist bólusetningu eða ekki. Samkvæmt skýrslunni eru almennar aukaverkanir á bólusetningastað algengasta aukaverkun sem tilkynnt hefur verið.

Auk þess eru tauga-og stoðkerfisvandamál og kvillar tengdir maga og þörmum algengir.

Alvarlegir blæðingakvillar

Norska sjónvarpsstöðin TV 2 hefur áður verið í sambandi við yfir 200 konur sem fundu fyrir truflunum á tíðahring eftir að hafa fengið Covid-bóluefnið.

Einkenni sem tengjast kynfærum og brjóstum eru einnig meðal algengustu aukaverkana sem tilkynntar hafa verið til norsku lyfjastofnuninni.

Stofnunin hefur fengið 37.133 þannig tilkynningar og hefur Heilbrigðisstofnun Noregs (FHI) áður komist að þeirri niðurstöðu að tengsl séu á milli tíðakvilla og Covid bóluefnisins. Þeir hafa fengið 37.133 slíkar tilkynningar.

Tíðni á alvarlegum tíðarkvillum hefur næstum tvöfaldast eftir bólusetninguna og margar konur hafa upplifað að eitthvað hafi breyst, sagði læknirinn Lill-Iren Schou Trogstad í FHI við TV 2.

Heimild: TV2.

Skildu eftir skilaboð