Ákærur gegn Alec Baldwin felldar niður

frettinDómsmál, ErlentLeave a Comment

Ákærur gegn leikaranum Alec Baldwin vegna skotárásar sem leiddi til dauða kvikmyndatökukonunnar Halyna Hutchins á tökustað á myndinni "Rust" hafa verið felldar niður, að sögn lögfræðinga hans.

Ákærur um manndráp af gáleysi voru látnar niður falla í bili en réttarhöld áttu að hefjast eftir tæpar tvær vikur.

„Við erum ánægð með þá ákvörðun að vísa máli Alec Baldwin fá og hvetjum til viðeigandi rannsókn á staðreyndum og aðstæðum þessa hörmulega slyss,“ segir í yfirlýsingu frá lögfræðingum Baldwin.

Búist er við að Kari Morrissey og Jason Lewis, nýlega skipaðir sérstakir saksóknarar í málinu, hafni kröfunum, að því er miðillinn Deadline greinir frá.

Skildu eftir skilaboð