Evrópu var áður stjórnað af alvöru karlmönnum en nú af „körlum í kjólum“

frettinErlent, Stjórnmál1 Comment

„Fyrir þremur áratugum var Evrópa heimsveldi, þá var hún leidd af sterkum innlendum stjórnmálamönnum, en í dag er henni stjórnað af „karlmönnum í kjólum“... og Evrópa er algjörlega marklaus á heimskortinu, nema sem ferðamannastaður.“

Þessi orð lét króatíski þingmaðurinn, Mislav Kolakusic, falla á evrópuþinginu í vikunni.

„Kínverskir stjórnmálamenn hafa gert Kína að stórveldi á skömmum tíma, sem áður var fátækt þróunarland, en evrópskir stjórnmálamenn hafa eyðilagt Evrópu, og í dag er hún lítið annað en ferðamannasvæði,“ sagði ESB-þingmaðurinn.

„Í dag þrýstir Evrópusambandið á framleiðslu rafbíla, en ekki er hægt að framleiða bílana án litíum og 95% af því er framleitt í Kína. Ef til kemur að refsiaðgerðir verði settar á Kína, á eftir Rússlandi, mun bílaframleiðsla í ESB stöðvast. Ætlum við þangað og mistakast algjörlega? Nei takk!,“ sagði Kolakusic.

Ræðuna má heyra hér:

One Comment on “Evrópu var áður stjórnað af alvöru karlmönnum en nú af „körlum í kjólum“”

Skildu eftir skilaboð