Þrennir þríburar fæddust á Landspítalanum á einni viku

frettinInnlentLeave a Comment

Undur og stórmerki gerðust um síðustu páska, þegar að þrennir þríburar fæddust á kvennadeild Landspítalans. Það er afar sjaldgæft að þríburar fæðist, hvað þá þrenn eintök í sömu vikunni, alls níu talsins, og er því líklegast að um heimsmet sé að ræða miðað við höfðatölu. Þetta kemur fram hjá Snjólaugu Sveinsdóttur nýburalæknir á vökudeild Landspítalans, í viðtali við Reykjavík síðdegis.

Snjólaug segist halda að um sé að ræða ekki bara Íslandsmet, heldur næstum því heimsmet. „Við grínumst mikið með það að það hafi verið heimsmet slegið með þrennum þríburum. Þetta er eins og tölfræðin er alltaf á Íslandi, út af smæðinni þá geta komið upp svolítið spaugileg tilvik eins og þetta,“ segir Snjólaug.

Frá árinu 2006 hafa átján þríburafæðingar orðið á Íslandi, að meðaltali ein á ári. Snjólaug segir algjöra tilviljun hafa ráðið ferðinni. Þríburar eru yfirleitt teknir með keisaraskurði og miðað sé við 34 vikna meðgöngu vegna aukinnar áhættu. 

Þá kemur einnig fram að þríburarnir hafi komið til af náttúrlegum orsökum, en ekki vegna tæknifrjóvgunar, en á Íslandi er einungis settur upp einn fósturvísir þegar um tæknifrjóvgun er að ræða og því um þríeggja þríbura að ræða í öllum tilvikum.

Viðtalið má hlusta á hér neðar.

Skildu eftir skilaboð