Þrír nefndir og niðurlægðir, siðareglur RSK-miðla

frettinInnlent, Páll Vilhjálmsson2 Comments

Eftir Pál Vilhjálmsson:

Þremenningarnir sem Vítalía Lazareva kærði fyrir kynferðisbrot gerðust ekki brotlegir við lög. Rannsókn héraðssaksóknara er hætt. Vitalía naut stuðnings Eddu Falak og Heimildarinnar, áður Stundin/Kjarninn, að koma ásökunum sínum á framfæri opinberlega. RÚV er þar skammt undan, í RSK-bandalaginu. 

Í fjölmiðlum voru þremenningarnir dæmdir, mannorð þeirra fótum troðið og lífsviðurværi ógnað. Fara fjölmiðlar í naflaskoðun og ræða hvernig og hvenær ásökun er frétt? Ekki er það líklegt.

Blaðamannafélag Íslands endurskoðaði siðareglur blaðamanna nýverið. Félaginu er stýrt af fréttamanni RÚV, Sigríði Dögg. Varaformaður er Aðalsteinn Kjartansson á Heimildinni, áður Stundinni og RÚV. Aðalsteinn er formaður nefndarinnar sem endurskoðaði siðareglurnar, sem má kalla siðareglur RSK-miðla.

Gömlu siðareglurnar frá 1991 áminntu blaðamenn í 4.gr. að „virða þá meginreglu laga að hver maður er talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð.“ Ennfremur í 3 gr. að „forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.“

Í nýju siðareglunum, RSK-reglunum, er ekkert um sakleysi uns sekt er sönnuð. Ekki heldur neitt um að forða saklausu fólki frá óþarfa sársauka og vanvirðu.

RSK-siðareglur blaðamanna veita skotleyfi á saklausa. Þeir sem starfa í anda nýju siðareglnanna eru sannfærðir um að blaðamenn séu hafnir yfir almennt siðferði sem og landslög. Fimm blaðamenn RSK-miðla, Aðalsteinn þar á meðal, eru sakborningar í byrlunar- og símastuldsmálinu.

RSK-miðlar eru böl íslenskrar blaðamennsku.

2 Comments on “Þrír nefndir og niðurlægðir, siðareglur RSK-miðla”

  1. Páll, ég komst nú heldur betur að þessu líka þegar ég hafði samband við Blaðamannafélag Íslands til að heyra hvað þeim finndist um staðreindalaus níðskrif Kristjáns Kristjánssonar stórblaðamanns á DV um mig í haust
    https://www.dv.is/eyjan/2022/08/27/hjalpum-ara/

    Viðbrögðin hjá þeim voru á þann veg að þetta væri eðliegt vegna þess að fjölmiðlar njóti sjálstæðis í skrifum sínum!

    Ég held að mann bjáninn hann Kristján hefði átt að sína smá kjark að svara mér á emailinu mínu enn í stað þess að ráðast á mig í vernduðu umhverfi á sínum skítamiðli þar sem ég gæti ekki svarað honum.
    Og svo finnst siðanefnd Blaðamannafélagsins allt í lagi að byrta email einstaklinga út í bæ.

  2. Þetta mynnir á ábendingar lögfróðs manns, sem benti á það, að lögfræðingar brjóta lög, þegar einn þeirra lögsækir þig og hinn ver þig og báðir eru í lögfræðinga félaginu. Fyrir hvern eru þeir að vinna?

Skildu eftir skilaboð